Vaggi þér aldan

Vaggi þér aldan
Lag / texti: erlent lag / Valgerður Ólafsdóttir

Ég syng um farmann, sem fær ei sofið,
einn fjarri vinum, þegar stormar gnauða.
Og skipið veltist um á æstum öldunum,
hans andvörp hverfa út í brimsins veðragný.

Hann sér í anda tvær hvítar hendur,
tvö hugljúf augu svo undir skær og blá,
og dökka lokka, sem um ljósa vanga flögra
og ljúfan munn, sem vekur fögnuð hans og þrá.
Hann nauðugur heldur á hafið,
frá henni sem gaf honum allt,
sem gælir við fallegan glókoll,
þegar geisar um hretviðrið svalt.

Hann veit að hún vakir og biður,
að vindana lægi fljótt.
Æ, sofðu vinur vært,
vaggi þér aldan hljótt.

Hann sér í anda tvær hvítar hendur,
tvö hugljúf augu, svo undur skær og blá,
og dökka lokka sem um ljósa vanga flögra
og ljúfan munn sem vekur fögnuð hans og þrá,
og ljúfan munn sem vekur fögnuð hans og þrá.

[m.a. á plötunni Helena Eyjólfsdóttir – Hvítu mávar]