Við bjóðum góða nótt
Lag / texti: Bjarni Böðvarsson / Ágúst Böðvarsson
Við bjóðum góða nótt,
á meðan húmið sig hjúpar hljótt,
lát söngs ljúfa mál, strengja stál,
stilla sál.
Lát söngsins enduróm
yrkja í hjartanu fögur blóm,
það skapar lífinu léttan dóm.
Nú hljóðnar harpan mín
heim til þín,
kveðju ber.
En brátt með fjör á ný
við fögnum því
hittumst hér.
Á meðan húmið hljótt
breiðir sinn faðm yfir frjálsa drótt,
við bjóðum öllum, öllum góða nótt!
[m.a. á plötunni Ragnar Bjarnason – Við bjóðum góða nótt]














































