Operation big beat (1996-97)

Operation big beat

Hljómsveitin Operation big beat starfaði innan Fíladelfíu safnaðarins og lék trúarlega tónlist sem var einhvers konar rokk.

Operation big beat starfaði að minnsta kosti á árunum 1996 og 97 og lék þá aðallega á samkomum tengdum söfnuðinum, sveitin átti fjögur lög á safnplötunni No3 sem Fíladelfía gaf út.

Meðlimir sveitarinnar voru þeir Grétar Þór Gunnarsson [Gismo] bassaleikari, Oddur Karl Thorarensen [söngvari?], Jón Örn Arnarson gítarleikari, Ólafur Schram hljómborðsleikari og Þorvaldur Þorri Þorvaldsson trommuleikari en sá síðast taldi er sonur Þorvalds (Á sjó) Halldórssonar söngvara.