Hljómsveit að nafni Gallon starfaði á Skagaströnd árin 1979 og 80 og lék þá á Húnavöku, hugsanlega starfaði hún lengur.
Fyrir liggur að Hallbjörn Hjartarson var í þessari sveit og hefur þá væntanlega sungið en ekki er að finna upplýsingar um aðra meðlimi Gallons, óskað er eftir upplýsingum um þá.














































