
Gargandi gaukar
Hljómsveit skipuð piltum (á aldrinum 10-12 ára) starfaði á Dalvík árið 1993, hugsanlega lengur. Í þessari sveit var Friðrik Ómar Hjörleifsson og var hann að líkindum trymbill sveitarinnar, ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan annarra meðlima sveitarinnar en þeir voru Einar Örn [?], Hilmir Freyr [?], Gunnar [?], Snorri [?] og Davíð Ingi [?].














































