Nostalgía

Nostalgía
(Lag / texti: SSSól / Helgi Björnsson)

Ókei, ég játa það að tunglið er ostur
og þú ert tilbúinn að fara í ferðalag.
Ókei, hvort viltu fara afturábak eða áfram?
Veistu hvað er inn og hvað út, þetta er rugl, þú fyrirgefur.
Sýra, nostalgía, geng ég þér á hönd,
je, je, je.

Ókei, ég játa það að nútíminn er trunta
og gamlar hugmyndir þær verða að tísku.
Ókei, ártalið það skiptir ekki máli,
og ennþá erum við stödd á öldinni vatnsberans.
Sýra, nostalgía, geng ég þér á hönd,
je, je, je.

Ókei?
Allrigt!
Til?
Let’s go!
 
Allir saman nú,
enn einn hring.
Ég sagði sixties
og seventies.

Ha?        Ertu til?     Ha?       Ertu til?    Ha?    Hahaha

Ég sagði sixties
en meinti seventies…

Sýra… (x2)

Og látum okkur fara.
Og nú!

Allir saman nú…

[m.a. á plötunni SSSól – 88 / 99]