Ó mín kæra vina
(Lag / texti: erlent lag / Valgeir Sigurðsson)
Ó mín kæra vina, ég þrái þig svo heitt,
mín þrá aldrei dvín.
Tímar hafa liðið sem ýmsu geta eytt.
Ástvina mín,
á leið til þín
guð leggi sporin mín.
Áin rennur lygn út í sjó, út í sjó,
opinn, víðan brimþungan sjó.
Bakkafagra á, bíð þú mín, bíð þú mín,
bráðum kem ég heim, bíð þú mín.
Sveipuð eru fjöll svartri nótt, svartri nótt,
sem á hlíðar árdegið skín.
Hjúpuð er sorg mín svartri nótt, svartri nótt,
svefninn flytur mig heim til þín.
Ó mín kæra vina, ég þráði þig svo heitt,
mín þrá aldrei dvín.
Tímar hafa liðið, sem ýmsu geta eytt.
Ástvina mín,
á leið til þín, á leið til þín
guð leggi sporin mín.
[m.a. á plötunni Vilhjálmur Vilhjálmsson – Glugginn hennar Kötu]














































