Syndir holdsins / Lifi ljósið
(Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson)
Við horfum hér hér hvert á annað hungursaugum
í vetrarfrökkunum og fljótum innan um ilmvatnsprufur,
sofandi’ að feigðarósi, við erum öll í feluleik,
föst í okkar lygavef sem að upphefur eymdina.
Eitthvað er einhvers staðar mikilfenglegt,
en enginn veit hvað bíður okkar
því set ég traust mitt á tækni og kvikmyndir
svo þögnin ekki segir mér sannleikann – sannleikann.
Manchester England England.
Manchester England England,
aldrei leit ég þig.
Ég er mjög vel af guði gerður,
ég trúi á hann og ég trúi á hann,
trúi á manninn mig, á mig – á mig.
Við horfum hér hér hvert á annað hungursaugum
í vetrarfrökkunum og fljótum innan um ilmvatnsprufur,
sofandi’ að feigðarósi, við erum öll í feluleik,
föst í okkar lygavef sem að upphefur eymdina.
Syngjum, spilum á köngulóarvefs sítar,
lífið er inni í þér og um þig,
veraldar falsspámenn, lítið ljósið
lifi ljósið,
lifi ljósið hér
og lýsi þér.
[m.a. á plötunni Hárið – úr söngleik]














































