Vorið 1988 var hljómsveit sem bar nafnið Shake með öllu nema hráum meðal sveita sem kepptu í tónlistarkeppninni Viðarstauk, árlegri keppni innan Menntaskólans á Akureyri.
Þessi sveit vann til verðlauna í keppninni, átti þar besta frumsamda lagið en engar upplýsingar er að finna um meðlimi og hljóðfæraskipan hennar, þær væru vel þegnar.














































