Afmælisbörn 11. september 2021

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Glatkistan hefur að geyma tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi.

Snorri Barón Jónsson er fjörutíu og sex ára gamall á þessum degi. Snorri Barón hefur leikið á gítar í nokkrum sveitum og má til dæmis nefna Moonboots, Hetjur og Trúboðana en hann var jafnframt einn þeirra sem kom að útgáfu tímaritsins Undirtóna á sínum tím.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir tónlistarkona og garðyrkjufræðingur hefði einnig átt afmæli í dag en hún lést árið 2018. Ásthildur (f. 1944) starfaði með fjölmörgum hljómsveitum á Ísafirði á árum áður, þeirra á meðal má nefna Aðild, Gancia og Sokkabandið en einnig söng hún og lék um tíma með Gömlu brýnunum (GB-tríóinu) og hljómsveitum Baldurs Geirmundssonar (BG) og Ásgeirs Sigurðssonar. Hún gaf út sólóplötuna Sokkabandsárin árið 1985.

Vissir þú að Bára Grímsdóttir tónskáld var gítarleikari Grýlnanna um tíma?