Afmælisbörn 10. október 2021

Hilmar Jensson

Aðeins eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu Glatkistunnar í dag:

Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og fimm ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla Sverrisson, Jóel Pálsson og fleiri. Áður hafði Hilmar starfað í hljómsveitum eins og The Spiders og Stjórninni en hann var einmitt einn af stofnmeðlimum síðast töldu sveitarinnar.

Vissir þú að faðir þeirra Vilhjálms og Elly Vilhjálms lék á harmonikku á dansleikjum á sínum yngri árum?