Afmælisbörn 3. nóvember 2021

Ólafur Arnalds

Afmælisbarn dagsins er aðeins eitt að þessu sinni:

Ólafur Þór Arnalds tónlistarmaður er þrjátíu og fmm ára gamall á þessum degi. Ólafur hefur að mestu leyti starfað sjálfstætt tónskáld og tónlistarmaður, gefið út fjöldann allan af plötum og hlotið fyrir þær viðurkenningar en hann hefur einnig leikið á trommur með sveitum eins og Mannamúl, Celestine, Fighting shit og I adapt svo fáeinar séu nefndar. Síðustu árin hefur hann m.a. starfrækt dúettinn Kiasmos og verið annar eigenda Öldu music.

Vissir þú að útvarpsmaðurinn Guðni Már Henningsson sem lést nýverið var einnig tónlistarmaður?