Englar og dárar

Englar og dárar
(Lag og texti: Ólöf Arnalds)

Tíminn kom og komu ráð
til að taka upp nýjan þráð.
Fyrst er að sjá og bíða og sjá,
svo fer hugurinn loks á stjá,
aftur.
Svífa englar og dárar hjá.

Miðri Ártúnsbrekku í,
erum stödd í Brasilí.
Laglínur leika allt um kring,
alltaf erum við komin hring,
aftur.
Læriló og ríngalíng.

Hvað sem verður hvert sem fer
verður þú í hjarta mér.
Vinur minn, þú ert vinur minn,
veit við hittumst í annað sinn
aftur.
Mætumst aftur það bara finn.
 
[af plötunni Ólöf Arnalds – Við og við]