Fjólublátt ljós við barinn

Fjólublátt ljós við barinn
(Lag / texti: Gunnar Þórðarson / Þorsteinn Eggertsson)

Gefið mér séns, mig langar í glens
– Hvað vill hann?
Eitt tækifæri, skemmtun í kvöld
– Hvað viltu þú?
Komið þið með, ég spara‘ ekki féð
– Hvað vill hann?
Það sama‘ og þið, og kók saman við.
Við gætum sest að snæðingi,
ég þarf að leysa‘ úr læðingi
allt það örlæti sem ég á.
Svo vil ég…

Elegans, milljón manns,
ekkert suð, stelpur og stuð.
Fara‘ á sveim, síðan heim,
rosa sánd, píur í nánd.
Þægilegt alls staðar,
fjólublátt ljós við barinn.

Svona‘ enga feimni, ætlið þið heim?
– Hvað vill hann?
Bjóða‘ ykkur út, þið eruð svo kjút
– Hvað vilt þú?
Ykkur ég fíla, veifið á bíl
– Hvað vill hann?
Hlátur og grín, músík og vín.
Við gætum fundið villtan stað,
verið allt kvöldið, já sest þar að.
Svona, leitum að næstu krá.
Því ég vil…

Elegang, glaum og dans,
video, almennilegt show.
Glans og rör, stanslaust fjör,
síðan heim, geim handa tveim.
Fyrirtaks veitingar,
fjólublátt ljós við barinn.

Þægilegt alls staðar,
fjólublátt ljós við barinn.

Komið þið með, ég spara‘ ekki féð
– Hvað vill hann?
Bjóða‘ ykkur út, þið eruð svo kjút
– Hvað vilt þú?
Gefið mér séns, mig langar í glens
– Hvað vill hann?
Hlátur og grín, músík og vín.

Við gætum fundið villtan stað,
verið allt kvöldið, já sest þar að.
Svona, leitum að næstu krá.
Því ég vil…

Elegans, milljón manns,
ekkert suð, stelpur og stuð.
Fara‘ á sveim, síðan heim,
rosa sánd, píur í nánd.
Fyrirtaks veitingar,
fjólublátt ljós við barinn.

Elegans, glaum og dans,
video, almennilegt show.
Glas og rör, stanslaust fjör,
síðan heim, geim handa tveim.
Þægilegt alls staðar,
fjólublátt ljós við barinn.

[m.a. á plötunni Gunnar Þórðarson – Himinn og jörð]