Frændi, þegar fiðlan þegir

Frændi, þegar fiðlan þegir
(Lag / texti: Bergþóra Árnadóttir / Halldór Laxness)

Frændi, þegar fiðlan þegir,
fuglinn krýpur lágt að skjóli,
þegar kaldir vetrarvegir
villa sýn á borg og hóli,

sé ég oft í óskahöllum
ilmanskógum betri landa,
ljúfling minn sem ofar öllum
Íslendingum kunni að standa,

hann sem eitt sinn undi hjá mér
eins og tónn á fiðlustrengnum,
eilíft honum fylgja frá mér
friðarkveðjur brottu gengnum.

Þó að brotni þorn í sylgju,
þó að hrökkvi fiðlustrengur,
ég hef sæmt hann einni fylgju:
óskum mínum hvar hann gengur.

[til eru fleiri en eitt lag við þetta ljóð]
[m.a. á plötunni Bergþóra Árnadóttir – Bergmál]