Góða nótt

Góða nótt
(Lag / texti:  erlent lag / Ólafur Björn Guðmundsson)

Blómin sofa
en silfurómi blíðum
nú syngur lindin vögguljóðin,
unaðsblítt og hljótt.
Góða nótt.

Blómin sofa
frá birkigrænum hlíðum,
nú berst ei lengur fuglakvak.
Þeir sofa undurrótt.
Góða nótt.

Þá blærinn andar blítt
um heiðar lendur
og bærir döggvu stráin
í svefni syngur áin.
Um sumarbjarta nótt.

Í faðmi þínum
fagurt alla dreymir
í fjallabláu veldi.
Ég fagna hverju kveldi
er þú kemur aftur,
bjarta hlýja nótt.

[m.a. á plötunni Sigurður Guðmundsson og Memfismafían – Oft spurði ég mömmu]