Saumakonusöngur

Saumakonusöngur
(Lag og texti: Kjartan Ragnarsson)

Í saumaskap felst bæði heimspeki og hugsun
og háþróað siðferði í pressuðum buxum.
Að handleika nálina færir þér frið
með framþróun mannkynsins gengurðu í lið.

Við saumakonur erum orðin gömul stabil stétt
með starfsaldurinn langa, ef að biblína hermir rétt.
Eða frá því að konan í garðinum forðum andskoti illa sett
í örvæntingu skýldi sínum eina og sanna blett.

Það hangir allt á saumunum saman
samfélag okkar með rennilás að framan.
Okkar íslenska menning hún þekkist á því
að þegnarnir tolla enn spjörunum í.

Fötin búa til manninn. Það er skylda þín að skilja,
skapgerð manna sýna þau, menntun, greind og vilja.
Hvort starf þitt er uppi á tindinum eða troðið á milli þilja,
það tíunda einmitt fötin – þetta verður þú að skilja.

Fötin þú verður að passa að passi,
passi á herðum, í mitti og á rassi.
Það er nauðsyn með fötin að velja þau vel,
þú veist líka að það er þín traustasta skel.

Kauptu þér nú alklæðnað og vertu flott minn frómi.
Það fylgir slíku margháttaður, æruverðugur sómi.
Á morgun áttu orðið íbúð og keyrir á bíl úr krómi
með kvenmanna sem er eins og fyrsta klassa mjólkursamsölurjómi.

[á plötunni Saumastofan – úr leikriti]