Hljómsveit var starfandi innan Barnaskólans á Húsavík veturinn 1959-60 og bar hún líklega nafnið Skólahljómsveit Barnaskóla Húsavíkur.
Meðlimir þeirrar sveitar voru Aðalsteinn Ísfjörð harmonikkuleikari, Þórhallur Aðalsteinsson píanóleikari og Sigþór Sigurjónsson trommuleikari en ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um þessa sveit.














































