Afmælisbörn 22. nóvember 2021

Páll Valgeirsson

Afmælisbörn dagsins eru þrjú að þessu sinni:

Hörður Áskelsson kórstjórnandi og organisti er sextíu og átta ára gamall í dag. Hörður er stofnandi og stjórnandi Mótettukórs Hallgrímskirkju og Schola Cantorum sem hafa gefið út fjölda platna, hann er ennfremur organisti Hallgrímskirkju og hefur leikið á og gefið út plötur einn og í samstarfi við aðra, auk þess að hafa leikið á plötum annarra listamanna. Þá hefur hann hlotið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín í tónlistinni, s.s. fálkaorðuna, verið borgarlistamaður og margt fleira.

Þá er trymbillinn Páll Böðvar Valgeirsson sjötíu og tveggja ára gamall í dag. Páll var trommuleikari í nokkrum sveitum á sínum yngri árum en þekktust þeirra var án nokkurs vafa Sextett Ólafs Gauks sem hann lék með í þrjú á blómaskeiði þeirrar sveitar, þá hann lék hann einnig með sveitum eins og Tempó, Fífí og Fófó og Los Banditos

Guðrún Ágústsdóttir (f. 1897) hefði einnig átt afmæli á þessum degi en þessi sópransöngkona var með fyrstu óperusöngkonum okkar Íslendinga, hún tók þátt í fyrstu óratoríunni sem sett var á svið á Íslandi og söng í tilraunaútsendingum útvarps fyrir 1930. Hún lést árið 1983.

Vissir þú að Freyr Gígja Gunnarsson fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu var eitt sinn gítarleikari hljómsveitarinnar PPPönk?