Alparós
(Lag / texti: erlent lag (Edelweiss) / Baldur Pálmason)
Alparós, alparós,
árgeislar blóm þitt lauga.
Hrein og skær, hvít sem snær
hlærðu tindrandi auga.
Blómið mitt blítt, ó þú blómstrar frítt,
blómgist alla daga.
Alparós, alparós,
aldrei ljúkist þín saga.
[m.a. á plötunni Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – Systkinin Vilhjálmur og Elly Vilhjálms syngja saman]














































