Stúlknakór Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum (1961-62)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um stúlknakór sem starfaði í Gagnfræðaskólanum í Vestmannaeyjum á fyrri hluta sjöunda áratugar síðustu aldar en stjórnandi kórsins og stofnandi var Guðni Þ. Guðmundsson (síðar organisti og kórstjóri) sem þá var sjálfur á unglingsaldri og nemandi við skólann. Hér er giskað á að kórinn hafi verið starfræktur veturinn 1961 til 62…

Stúlknakór Heydalakirkju (1987-88)

Haustið 1987 var starfræktur stúlknakór við Heydalakirkju í Breiðdal og söng hann á aðventukvöldi í kirkjunni undir stjórn organistans, hinnar búlgörsku Ilku Petrovu. Ekki liggja fyrir frekari upplýsingar um Stúlknakór Heydalakirkju og er því hér með óskað eftir upplýsingum um hann en hér er gert ráð fyrir að kórinn hafi starfað allan veturinn 1987-88.

Stúlknakór Háteigskirkju [1] (1981-82)

Veturinn 1981-82 á að hafa verið starfandi kór við Háteigskirkju sem bar nafnið Stúlknakór Háteigskirkju, og söng undir stjórn Jóhannesar Baldurssonar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um þennan kór eða stjórnanda hans og er því leitað til lesenda Glatkistunnar eftir frekari upplýsingum.

Afmælisbörn 14. desember 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar í dag eru eftirfarandi: Friðrik S. Kristinsson kórstjórnandi með meiru er sextíu og eins árs gamall í dag, hann hefur stýrt kórum eins og Karlakór Reykjavíkur, Snæfellingakórnum, Unglingakór Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykjavíkur og Landsbankakórnum en hann er menntaður söngkennari og starfar einnig sem slíkur. Hann hefur sungið sjálfur inn á plötur enda söngmenntaður. Ástvaldur…

Afmælisbörn 13. desember 2022

Í dag eru þrír tónlistarmenn á skrá Glatkistunnar sem eiga afmæli: Lárus Halldór Grímsson tónskáld, hljómsveitastjórnandi og hljómborðs- og flautuleikari er sextíu og átta ára á þessum degi. Hann nam hér heim og í Hollandi, lék með mörgum hljómsveitum hér á árum áður s.s. Sjálfsmorðssveit Megasar, Súld, Með nöktum, Þokkabót, Eik og Deildarbungubræðrum og lék…

Afmælisbörn 12. desember 2022

Glatkistan hefur á skrá sinni í dag fjögur tónlistartengd afmælisbörn: Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenórsöngvari er fimmtíu og fimm ára gamall í dag, hann nam söng hér heima og á Ítalíu, hefur starfað m.a. í Íslensku óperunni, með Frostrósum og Mótettukórnum og haldið fjölda tónleika á Íslandi og erlendis. Jóhann Friðgeir hefur gefið út nokkrar sólóplötur…

Afmælisbörn 11. desember 2022

Í dag eru tvö afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Annars vegar er það Guðlaugur Kristinn Óttarsson tónlistarmaður en hann er sextíu og átta ára gamall. Hann hefur leikið sem gítarleikari í fjölmörgum en misþekktum hljómsveitum eins og Steinblómi, Lótusi, INRI, Kukli, Elgar sisters, Sextett, Current 93, Galdrakörlum og Þey en síðast talda sveitin er kannski sú…

Afmælisbörn 10. desember 2022

Nokkur afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Einar Hólm Ólafsson söngvari og trymbill er sjötíu og sjö ára gamall á þessum degi. Einar söng inn á eina litla plötu 1973 en hann var trommuleikari í mörgum hljómsveitum hér áður s.s. Pónik, Stuðlatríóinu, Næturgölum og Hljómsveit Ólafs Gauks svo einhverjar séu nefndar. Einar er faðir…

Afmælisbörn 9. desember 2022

Tónlistartengdu afmælisbörn dagsins eru fjögur talsins að þessu sinni: Björgvin Franz Gíslason leikari er fjörutíu og fimm ára gamall í dag. Björgvin Franz var barnastjarna og vakti fyrst athygli fyrir söng sinn í Óla prik syrpu sem naut vinsælda fyrir margt löngu en hefur síðan aðallega verið tengdur leikhús- og barnatónlist, t.d. Benedikt búálfi, Stundinni…

Afmælisbörn 8. desember 2022

Á þessum degi eru afmælisbörn Glatkistunnar fjögur talsins: Guðni (Þórarinn) Finnsson bassaleikari Ensímis er fimmtíu og tveggja ára gamall í dag. Auk þess að vera bassaleikari í Ensími hefur Guðni leikið með hljómsveitum eins og Áhöfninni á Húna II, Bikarmeisturunum, Dr. Spock, Rass, Pondus, Hispurslausa kvartettnum og mörgum fleirum. Guðni hefur meira að segja farið…

Stuðmenn (1969-)

Hljómsveitin Stuðmenn ber sæmdartitilinn „hljómsveit allra landsmanna“ með réttu, kynslóðirnar eiga sér uppáhalds tímabil í sögu sveitarinnar og í henni hafa skipst á skin og skúrir eins og hjá öðru tónlistarfólki, ekki síst vegna þess langs tíma sem hún hefur verið starfandi. Stuðmenn hafa tekið mislangar pásur og birst aftur nýjum kynslóðum sem tekið hafa…

Stuðmenn – Efni á plötum

Stuðmenn – Honey, will you marry me / Whoop scoobie doobie [ep] Útgefandi: ÁÁ records Útgáfunúmer: ÁÁ records 012 Ár: 1974 1. Honey, will you marry me 2. Whoops scoobie doobie Flytjendur: Valgeir Guðjónsson – gítar og raddir Jakob Magnússon – söngur, melódika og píanó Trevor Spencer – trommur og ásláttur Alan Tarney – bassi…

Stúlkna- og barnakórar Guðrúnar Þorsteinsdóttur (1957-62)

Um og í kringum 1960 stjórnaði Guðrún Þorsteinsdóttir söngkona og söngkennari nokkrum barnakórum í Reykjavík. Guðrún hafði kennt bæði við Austurbæjar- og Laugarnesskóla og myndað barnakóra við skólana og þeirra á meðal voru einnig stúlknakórar sem sungu víða um höfuðborgarsvæðið í þessum tíma, þá virðist sem hún hafi einnig stjórnað stúlknakór við Háteigskirkju þannig að…

Stúdentakórinn [2] – Efni á plötum

Stúdentakórinn – Stúdentakórinn / The Icelandic Academic Choir Útgefandi: Fálkinn Útgáfunúmer: CPMA 18 Ár: 1967 1. Vårsång 2. Tveir Bellmans: Gubben är gammal / Så lunka vi så småningom 3. Das Köningslied 4. Drink to me only 5. Rauði sarafaninn 6. Nótt 7. Ísland 8. Sumarkveðja 9. Úr útsæ rísa Íslandsfjöll 10. Integer vitae 11.…

Stúdentakórinn [2] (1964-73)

Stúdentakórinn (hinn síðari) var formlega settur á laggirnar í febrúar 1964 en þá höfðu í raun margir kórar verið starfandi innan háskólasamfélagsins allt frá árinu 1925 og með hléum. Með tilkomu nýs kórs sem nyti fastra fjárframlaga frá Háskóla Íslands að norrænni fyrirmynd og fengi þær skyldur að syngja við útskriftir, á fullveldishátíð skólans og…

Stúlknakór Flúðaskóla (1998-99)

Stúlknakór Flúðaskóla starfaði veturinn 1998-99 og tók þátt í barnakóramóti um vorið 1999 auk þess að koma fram á fleiri tónleikum um svipað leyti. Kórinn var að öllum líkindum eining innan kórastarfs við Flúðaskóla en þarna undir lok aldarinnar og nokkuð fram á nýja öld var blómlegt söngstarf í skólanum og þar var kór sem…

Stúlknakór Breiðholtskirkju (1996-99)

Undir lok síðustu aldar var starfræktur stúlknakór við Breiðholtskirkju en sá kór starfaði á árunum 1996 til 1999 að minnsta kosti, líklega allan tímann undir stjórn Daníels Jónassonar. Óskað er eftir frekari upplýsingum um Stúlknakór Breiðholtskirkju.

Stúdíó Stjarna [útgáfufyrirtæki] (1985-89)

Tónlistarmaðurinn Gylfi Ægisson stofnaði og starfrækti um fimm ára skeið á níunda áratug liðinnar aldar (1985-89) lítið útgáfufyrirtæki sem hann kallaði Stúdíó Stjarna en fimm plötur hans komu út undir útgáfumerkinu. Gylfi var á þeim tíma með heimahljóðver þar sem efnið var tekið upp en hann annaðist mest alla vinnuna við útgáfuna sjálfur, hannaði plötuumslög,…

Stúdíó Ris [hljóðver] (1993-96)

Hljóðupptökuverið Stúdíó Ris var starfrækt um nokkurra ára skeið undir lok síðustu aldar á Norðfirði og voru nokkrar plötur hljóðritaðar þar af heimamönnum. Stúdíó Ris var staðsett í risi í húsnæði Ennco í Neskaupstað og hlaut þaðan nafn sitt en líklega var fyrirtækið í grunninn tölvufyrirtæki og hljóðversvinnan hluti þeirrar starfsemi. Það voru þeir feðgar…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Ísafirði (?)

Óskað er eftir upplýsingum um kór sem nefndur hefur verið Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Ísafirði en hann var starfandi annars vegar á sjötta áratug liðinnar aldar (að minnsta kosti veturinn 1942-43 undir stjórn Jóhönnu Johnsen söngkennara (Jóhönnu Jóhannsdóttur)) og hins vegar á sjöunda áratugnum undir stjórn skólastjóra tónlistarskólans á Ísafirði, Ragnars H. Ragnar (líklega að minnsta…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri (?)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Akureyri gæti hafa verið starfræktur nokkuð samfleytt um ríflega þrjátíu ára skeið en hann gæti einnig hafa starfað slitrótt, jafnvel einn og einn vetur með löngu millibili. Heimildir eru til um stúlknakór við Gagnfræðaskólann á Akureyri veturinn 1946-47 en sá kór söng við skólaslit skólans vorið 1947 undir stjórn söngkennarans Áskels Jónssonar,…

Stúlknakór Eyfellinga (2000-01)

Stúlknakór Eyfellinga var starfræktur um síðustu aldamót, kórinn sem skipaður var stúlkum á grunnskólaaldri söng á skemmtun um haustið 2000 og má reikna með að hann hafi því verið starfandi veturinn 2000 til 2001. Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir var stjórnandi kórsins en hann mun hafa verið starfandi í grunnskóla hreppsins. Óskað er eftir frekari upplýsingum um…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli (1973-75)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Hvolsvelli starfaði af því er virðist tvo vetur um miðjan áttunda áratug síðustu aldar, frá hausti 1973 til vors 1975 undir stjórn hjónanna Sigríðar Sigurðardóttur og Friðriks Guðna Þórleifssonar sem þá höfðu nýverið komið til starfa sem tónlistarkennarar á Hvolsvelli. Þau stofnuðu um líkt leyti Barnakór Hvolsskóla en kórarnir tveir voru eins…

Afmælisbörn 7. desember 2022

Tónlistartengd afmælisbörn Glatkistunnar eru sex í þetta skipti: Már Elíson trommuleikari er sjötíu og eins árs gamall í dag. Már hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, þeirra þekktust er Upplyfting en einnig má nefna sveitir eins og Trix, Víkingasveitina, Andrá, Pondus, Midas, Kusk, Jeremías, Galdakarla, Danssveitina, Axlabandið og Granada tres tríó svo aðeins…

Afmælisbörn 6. desember 2022

Fimm afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar í dag: Grímur Atlason tónlistarmaður og margt annað, er fimmtíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Grímur hefur starfað með ótal hljómsveitum í gegnum tíðina, verið bassaleikari í sveitum eins og Drep, Dr. Gunni, Grjóthruni í Hólshreppi, Unun, Rosebud og Ekki þjóðinni og hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra tónlistarhátíðarinnar…

Afmælisbörn 5. desember 2022

Þá er komið að afmælisbörnum Glatkistunnar en að þessu sinni eru fjögur slík á skrá: Lýður Árnason læknir og tónlistarmaður frá Flateyri á stórafmæli dagsins en hann er sextugur í dag. Lýður hefur komið víða við á tónlistarferli sínum, verið í hljómsveitum á borð við Kartöflumúsunum, Vítamíni, Grjóthruni í Hólahreppi og Göglum svo fáeinar séu…

Afmælisbörn 4. desember 2022

Í dag eru afmælisbörn Glatkistunnar eftirfarandi: Ágúst Fannar Ásgeirsson hljómborðsleikari hljómsveitarinnar Jakobínurínu er þrjátíu og tveggja ára gamall á þessum degi. Jakobínarína vann sér meðal annars til frægðar á sínum tíma að vinna Músíktilraunir (2005) en eftir að sveitin hætti árið 2009 hefur lítið spurst til Ágústs. Hann hefur þó starfað með hljómsveitinni Kosijama. Sigurður…

Afmælisbörn 3. desember 2022

Afmælisbörn dagsins eru sex á þessum degi: Pétur Östlund trommuleikari er sjötíu og níu ára gamall í dag, hann lék með mörgum af þekktustu sveitum bítlatímabilsins og eru Hljómar og Óðmenn þeirra þekktastar en einnig með sveitum eins og Hljómsveit Finns Eydal, Hljómsveit Gunnars Ormslev, Musica prima og Útlendingahersveitinni. Hann var síðar kunnari fyrir djasstrommuleik…

Afmælisbörn 2. desember 2022

Á þessum degi koma tvö afmælisbörn við sögu á Glatkistuvefnum: Tónlistarmaðurinn Toggi (Þorgrímur Haraldsson) er fjörutíu og þriggja ára í dag, hann hefur gefið út tvær sólóplötur en er e.t.v. þekktastur fyrir að hafa samið lagið Þú komst við hjartað í mér sem bæðir hljómsveitin Hjaltalín og söngvarinn Páll Óskar hafa gert sígilt. Ragnar Sólberg…

Afmælisbörn 1. desember 2022

Tónlistartengd afmælisbörn fullveldisdagsins eru eftirfarandi: Bakkgerðingurinn (Guðmundur) Magni Ásgeirsson söngvari Á móti sól er fjörutíu og fjögurra ára gamall á þessum degi, Magni hefur einnig sungið með hljómsveitum eins og Shape, gefið út sólóplötur og sungið í undankeppnum Eurovision svo eitthvað sé nefnt, Magni hlaut sína fimmtán mínútna alþjóðafrægð þegar hann tók þátt í Rock…

Stúdíó Bimbó [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1978-84)

Á Akureyri var rekið um nokkurra ára skeið hljóðver og síðar einnig útgáfufyrirtæki undir nafninu Stúdíó Bimbó, á annan tug hljómplatna kom út á vegum fyrirtækisins og fjölmargar plötur voru þar hljóðritaðar. Akureyringurinn Pálmi Guðmundsson hafði um tíma rekið ferðadiskótek undir nafninu Bimbó og frá árinu 1976 var hann einnig fastráðinn diskótekari í Sjálfstæðishúsinu á…

Stúdíó Mjöt [hljóðver / útgáfufyrirtæki] (1982-86)

Stúdíó Mjöt var eitt af fjölmörgum hljóðverum sem störfuðu á níunda áratug síðustu aldar en auk þess að hljóðrita tónlist var Mjöt einnig útgáfufyrirtæki um tíma. Ekki er alveg ljóst hvenær Mjöt var stofnað, heimildir segja ýmist 1981 eða 82 og einnig er eitthvað á reiki hverjir stofnuðu hljóðverið, ljóst er að Magnús Guðmundsson (Þeyr)…

Stúdentakórinn í Reykjavík (1990)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um kór sem söng á tónleikum í tengslum við Sólrisuhátíð á Ísafirði í mars 1990, undir nafninu Stúdentakórinn í Reykjavík. Engar frekari upplýsingar er að finna um þennan kór og svo virðist sem ekki sé um að ræða Háskólakórinn sem stundum var kallaður Stúdentakórinn. Þeir sem hafa upplýsingar um þennan kór…

Stuðbandalagið – Efni á plötum

Stuðbandalagið – Allir á landsmót [ep] Útgefandi: [engar upplýsingar] Útgáfunúmer: [án útgáfunúmers] Ár: 1997 1. Allir á landsmót 2. Verðlaunastef Flytjendur: Guðjón Guðmundsson – söngur Indriði Jósafatsson – raddir Pálína Vagnsdóttir – raddir Stuðbandalagið: – [engar upplýsingar um flytjendur]

Stuðbandalagið (1994-2008)

Stuðbandalagið var danshljómsveit sem lék á dansleikjum um land allt við ágætan orðstír á árunum í kringum síðustu aldamót. Stuðbandalagið var stofnað í Borgarnesi árið 1994 og gerði alltaf út þaðan, það voru þeir Guðjón Guðmundsson gítarleikari og Indriði Jósafatsson hljómborðsleikari sem stofnuðu sveitina og með þeim voru í upphafi þeir Ásgeir Hólm saxófónleikari, Bragi…

Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja (1963-64)

Oddgeir Kristjánsson stjórnaði kór sem gekk undir nafninu Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja vorið 1964 og má reikna með að sá kór hafi þá starfað um veturinn á undan. Kórinn kom fram á tónleikum og naut þá aðstoðar Hrefnu Oddgeirsdóttur, dóttur Oddgeirs en hún var undirleikari kórsins. Ekkert bendir til að Stúlknakór Barnaskóla Vestmannaeyja hafi starfað lengur…

Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar (1961-62)

Óskað er eftir upplýsingum um barnakór, Stúlknakór Barnaskóla Ísafjarðar sem starfræktur var að minnsta kosti veturinn 1961 til 62, fyrir liggur að söngkennari skólans stjórnaði þessum kór en nafn kennarans vantar. Kórinn söng á skólaslitum Barnaskólans á Ísafirði vorið 1962 en upplýsingar vantar jafnframt um hvort hann starfaði lengur en fram á vorið.

Stúlknakór Barnaskóla Hafnarfjarðar (1958-69)

Stúlknakór starfaði við Barnaskóla Hafnarfjarðar á sjötta og sjöunda áratug liðinnar aldar, ekki liggur þó fyrir hvort hann starfaði samfleytt eða hversu lengi en hann var að minnsta kosti starfandi árið 1958 og 1968. 1958 var kórinn undir stjórn Guðjóns Ó. Sigurjónssonar og gæti hann hafa verið eins konar forveri Barnakórs Barnaskóla Hafnarfjarðar (Friðrikskórsins) sem…

Stúdíó Hlust [hljóðver] (1979-85)

Upplýsingar um hljóðverið Stúdíó Hlust hf. sem starfrækt var á áttunda og níunda áratug síðustu aldar eru af skornum skammti. Fyrir liggur að Rafn Sigurbjörnsson, Gylfi Vilberg Árnason, Sigmundur Valgeirsson, Ágúst Alfonsson og Bjarni Ingvarsson stofnuðu það haustið 1979 og í fyrstu hafði það mestmegnis með prufu- eða demóupptökur að gera þar til tækjakosturinn varð…

Stúlknakór Borgarness (1998)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um kór sem starfaði í Borgarnesi undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur árið 1998, og gekk undir nafninu Stúlknakór Borgarness. Birna hafði þá um árabil stjórnað barnakórum í Borgarnesi. Annað er ekki að finna um þennan kór og er því hér með óskað eftir frekari upplýsingum um hann.

Stúlknakór Blönduóss (1997-98)

Upplýsingar óskast um kór sem bar nafnið Stúlknakór Blönduóss en hann var starfræktur veturinn 1997-98 og e.t.v. lengur, undir stjórn Huldu Tryggvadóttur. Óskað er eftir frekari upplýsingum um starfstíma, stærð, stjórnendur og annað sem ætti heima í umfjölluninni.

Afmælisbörn 30. nóvember 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sex á þessum degi: Pálína Vagnsdóttir söngkona frá Bolungarvík er fimmtíu og átta ára gömul, hún er af mikilli tónlistarfjölskyldu frá Bolungarvík, söng m.a. með hljómsveitinni Septu og hefur sungið inn á nokkrar plötur, þar má nefna plötuna Hönd í hönd: uppáhalds lögin hans pabba, sem hún og systkini hennar gáfu út…

Afmælisbörn 29. nóvember 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru fjögur að þessu sinni: Skáldkonan Didda eða bara Sigurlaug Jónsdóttir er fimmtíu og átta ára gömul á þessum degi. Segja má að hún hafi fyrst vakið athygli fyrir textann við lagið Ó Reykjavík með Vonbrigðum sem var upphafslag kvikmyndarinnar Rokk í Reykjavík en textar hennar hafa birst víðar. Hún gaf á sínum…

Afmælisbörn 28. nóvember 2022

Þrjú afmælisbörn í tónlistargeiranum koma við sögu Glatkistunnar að þessum sinni: Páll Jóhannesson einsöngvari og bóndi frá Þverá í Öxnadal er sjötíu og tveggja ára gamall í dag, hann nam söng á Ítalíu á sínum tíma og gaf út tvær einsöngsplötur á níunda áratug síðustu aldar þar sem hann naut m.a. aðstoðar Karlakórsins Geysis og…

Afmælisbörn 27. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins í Glatkistunni eru sjö talsins í dag: Björg Þórhallsdóttir sópran söngkona frá Akureyri er fimmtíu og átta ára gömul í dag. Hún hefur sent frá sér þrjár plötur, þar af eina jólaplötu. Björg var bæjarlistamaður Akureyrar árið 2007. Klara Ósk Elíasdóttir, Klara í Nylon, er þrjátíu og sjö ára gömul á þessum degi,…

Afmælisbörn 26. nóvember 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm að þessu sinni: Sveinbjörn B. Thorarensen (Hermigervill) er þrjátíu og átta ára gamall. Hermigervill hefur gefið út nokkrar sóló raftónlistarplötur en hann hefur einkum sérhæft sig í vinna úr eldri tónlist, t.d. gömlum íslenskum dægurlögum í nýjum búningi. Hann hefur unnið með ýmsum tónlistarmönnum hér heima s.s. Retro Stefson, Þórunni Antoníu og…

Afmælisbörn 25. nóvember 2022

Tvö afmælisbörn eru á lista Glatkistunnar á þessum degi: Gítarleikarinn og flugvirkinn Garðar Karlsson (f. 1942) hefði átt afmæli í dag en hann lék með nokkrum fjölda hljómsveita hér fyrrum, þeirra á meðal má nefna Hljómsveit Svavars Gests, Hljómsveit Magnúsar Ingimarssonar, Hljómsveit Elfars Berg, Thaliu, City sextett, Diskó sextett, Stuðbandið, Klappað og klárt og Hljómsveit…