Afmælisbörn 19. október 2022

Fjögur afmælisbörn eru á skrá hjá Glatkistunni í dag: Guðmundur S. Steingrímsson (Papa Jazz) trommuleikari með meiru (f. 1929) hefði átt afmæli í dag en hann lést 2021. Guðmundur lék á sínum tíma með fjöldanum öllum af djass- og danshljómsveitum þess tíma og alltof langt mál yrði að telja þær allar upp en sem dæmi…

Afmælisbörn 18. október 2022

Í dag koma þrjú tónlistartengd afmælisbörn við sögu Glatkistunnar: Magni Friðrik Gunnarsson gítarleikari frá Akureyri er fimmtíu og fimm ára gamall í dag. Magni er kunnastur fyrir framlag sitt með Stuðkompaníinu sem sigraði Músíktilraunir 1987 en hefur svosem komið mun víðar við á sínum tónlistarferli, hann hefur leikið og sungið í sveitum eins og Foringjunum,…

Afmælisbörn 17. október 2022

Tvö tónlistartengd afmælisbörn eru á listanum í dag: Söng- og fjölmiðlakonan Erla (Sigríður) Ragnarsdóttir Dúkkulísa er fimmtíu og fimm ára gömul í dag. Erla var söngkona hljómsveitarinnar Dúkkulísanna frá Egilsstöðum sem sigruðu Músíktilraunir 1983 og gaf út í kjölfarið lög eins og Pamela, Svarthvíta hetjan mín og Skítt með það, sem nutu mikilla vinsælda. Erla…

Afmælisbörn 16. október 2022

Tvær tónlistarkonur koma við sögu á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Jóhanna Guðrún (Jónsdóttir) söngkona er þrjátíu og tveggja ára gömul í dag. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún gefið út nokkrar plötur, þar af höfðu komið út þrjár plötur með henni þegar hún var aðeins tólf ára gömul. Hún gaf einnig út plötuna Butterflies…

Afmælisbörn 15. október 2022

Á þessum degi koma fimm afmælisbörn við sögu á skrá Glatkistunnar: Fyrstan skal nefna Ísfirðinginn Baldur Geirmundsson sem er áttatíu og fimm ára gamall í dag. Baldur sem leikur á ýmis hljóðfæri starfrækti á árum áður ýmsar sveitir undir eigin nafni, Hljómsveit Baldurs Geirmundssonar og BG kvintettinn voru dæmi um slíkar sveitir en frægust þeirra…

Afmælisbörn 14. október 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru tvö í dag: Einn af fjölmörgum sem borið hafa nafnið Siggi pönk á afmæli í dag, það er Sigurður Ágústsson en hann er fimmtíu og níu ára gamall. Siggi pönk varð landsþekktur þegar hann kom fram í kvikmyndinni Rokk í Reykjavík ásamt pönkhljómsveit sinni, Sjálfsfróun en hann starfaði einnig á sínum tíma…

Afmælisbörn 13. október 2022

Þrjú afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Sigurður Bjóla Garðarsson tónlistarmaður á stórafmæli en hann er sjötugur í dag. Bjólan eins og hann er oft kallaður hefur að margra mati haldið sig alltof mikið til hlés í tónlistinni en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með Spilverki þjóðanna og Stuðmönnum, hann var til að…

Stóru börnin [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stóru börnin leika sér – ýmsir Útgefandi: Steinar Útgáfunúmer: 13134911 / 13134912 Ár: 1991 1. Andrea Gylfadóttir – Bróðir minn 2. Eyþór Arnalds – Lagið um það sem er bannað 3. Sigríður Beinteinsdóttir – Snati og Óli 4. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson – Komdu niður 5. Todmobile – Spiladósarlagið 6. Geiri Sæm – Ryksugulag 7. Andrea…

Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar (1998-99)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem mun hafa starfað innan Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar í einn eða tvo vetur undir lok síðustu aldar – 1998 og 1999, undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Stöðvarfjarðar. Á þeim tíma var Torvald Gjerde skólastjóri tónlistarskólans sem var í nokkurri sókn, og er ekki ólíklegt að hann hafi verið stjórnandi sveitarinnar.

Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks (1991-92)

Hljómsveit tuttugu ungra hljóðfæraleikara var starfrækt innan tónlistarskólans á Sauðárkróki veturinn 1991 til 1992 undir nafninu Stórsveit Tónlistarskóla Sauðárkróks. Sveitin mun að afloknu skólaári hafa farið til Danmerkur í tónleikaferðalag en annað liggur ekki fyrir um hana, hver stjórnandi hennar var eða hvers vegna hún starfaði ekki lengur en raun bar vitni. Frekari upplýsingar um…

Strandaglópar [2] (1991-97)

Hljómsveit starfaði um nokkurra ára skeið undir nafninu Strandaglópar á tíunda áratug síðustu aldar innan Átthagafélags Strandamanna, sumar heimildir herma reyndar að sveitin hafði verið starfrækt innan Kórs Átthagafélags Strandamanna en líklega var aðeins hluti sveitarinnar í þeim kór. Strandaglópar komu fram á skemmtunum og öðrum samkomum félagsins (og kórsins líklega einnig) og virðist hafa…

Strandaglópar [1] (1989-92)

Ballhljómsveitin Strandaglópar frá Árskógsströnd við Eyjafjörð er í raun saman sveit og hefur síðustu áratugina starfað á ballmarkaðnum undir nafninu Bylting (og með nokkuð breytta meðlimaskipan í gegnum tíðina) en skyldleikinn við hina upprunalegu sveit er nú orðinn fremur lítill. Hópurinn sem upphaflega skipuðu Strandaglópa hafði starfað saman frá árinu 1989 en ekki er þó…

Straff (1978-79)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Straff frá Norðfirði en hún var starfrækt af nokkrum grunnskólanemum vorið 1979 og lék þá á skóladansleik eystra, því má reikna með að sveitin hafi þá verið starfandi um nokkurra mánaða skeið. Jóhann Geir Árnason trommuleikari (sem síðar lék með Súellen og fleiri sveitum) var einn Straff-liða en upplýsingar…

Stóru börnin leika sér [safnplöturöð] (1991-92)

Á árunum 1991 og 92 komu út tvær plötur á vegum hljómplötuútgáfunnar Steina undir titlinum Stóru börnin, annars vegar Stóru börnin leika sér og hins vegar Stóru börnin 2: Hókus pókus. Plöturnar tvær höfðu að geyma gömul barnalög færð í nútímalegan búning Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar og félaga í Todmobile en nokkrir af vinsælustu poppsöngvurum þess…

Stórsveit Vesturlands (1989-91)

Á árunum 1989 til 1991 að minnsta kosti starfaði hljómsveit undir nafninu Stórsveit Vesturlands og lék í nokkur skipti á opinberum vettvangi en stjórnandi hennar var Daði Þór Einarsson skólastjóri Tónlistaskólans í Stykkishólmi, hann hafði þá um árabil stjórnað Lúðrasveit Stykkishólms. Gera má ráð fyrir að hluti stórsveitarinnar hafi komið úr þeirri sveit en annars…

Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri [1] (1983-91)

Um nokkurra ára skeið á níunda og tíunda áratug liðinnar aldar var starfrækt öflug hljómsveit við Tónlistarkóla Akureyrar undir nafninu Stórsveit Tónlistarskólans á Akureyri, sveitin lék oftsinnis opinberlega og vakti hvarvetna athygli fyrir góðan leik. Sveitin var stofnuð í upphafi árs 1983 og virðist í byrjun hafa verið eins konar tilraunaverkefni fram á vorið. Sú…

Strandamenn [1] (um 1990-92)

Söngkvartettinn Strandamenn starfaði innan Fjölbrautaskólans við Ármúla um og eftir 1990, líklega á árunum 1990 til 92. Meðlimir Strandamanna voru þeir Þór Breiðfjörð, Axel Cortes, Bjarni Þór Sigurðsson og Hrólfur Gestsson. Kvartettinn kom fram í nokkur skipti á þessum árum, s.s. í Gettu betur spurningaþættinum og víðar en hann lagði upp laupana þegar þeir félagar…

Strangelove (1991)

Hljómsveitin Rosebud hafð verið starfandi um skeið en lenti í hálfgerðri tilvistarkreppu síðsumars 1991 þegar útgáfusamningur sem sveitin hafi skrifað undir virtist vera að fara út um þúfur og söngvari sveitarinnar, Rúnar Gestsson yfirgaf sveitina. Þeir Dagur Kári Pétursson og Orri Jónsson ásamt Grími Atlasyni bassaleikara sem hafði þá verið eins konar session maður í…

Afmælisbörn 12. október 2022

Tvö afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar á þessum degi: Páll Ísólfsson tónskáld og Dómorganisti hefði átt afmæli á þessum degi. Hann fæddist 1893 á Stokkseyri og nam þar fyrst orgelleik, sem og í Reykjavík en fór síðan til Þýskalands og síðar Frakklands til framhaldsnáms. Þegar heim var komið gerðist hann organisti fyrst hjá Fríkirkjunni en…

Afmælisbörn 11. október 2022

Afmælisbörnin á þessum degi eru sex talsins: Jón Ásgeirsson tónskáld er níutíu og fjögurra ára í dag. Jón fæddist á Ísafirði en nam fræði sín í Reykjavík og síðar í Skotlandi, hann hefur komið að tónlistinni með margs konar hætti, til að mynda hefur hann stjórnað kórum og lúðrasveitum eins og Fóstbræðrum og Lúðrasveit verkalýðsins,…

Afmælisbörn 10. október 2022

Tvö tónlistartengd afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Hilmar Jensson gítarleikari er fimmtíu og sex ára gamall á þessum degi. Hilmar sem hefur síðustu árin fyrst og fremst starfað í djassgeiranum hefur gefið út nokkrar sólóplötur og með hljómsveitunum Tyft og Mógil en einnig hefur hann gefið út plötur í samstarfi við Skúla Sverrisson,…

Afmælisbörn 9. október 2022

Glatkistan hefur tvö tónlistartengd afmælisbörn á sinni skrá á þessum degi: Ingvi Rafn Ingvason trommuleikari fagnar fimmtíu og tveggja ára afmæli í dag. Ingvi Rafn hefur starfað og leikið með ótal hljómsveitum og eru Drykkir innbyrðis, Kókos, Bláa sveiflan, Slikk, Yfir strikið, Signia, Bylting, Hrífa, Tríó Björns Thoroddsen, Blues express og Blúsbræður aðeins hluti þeirra…

Afmælisbörn 8. október 2022

Afmælisbörn Glatkistunnar eru sjö að þessu sinni: Ingimar Oddsson söngvari hljómsveitarinnar Jójó frá Skagaströnd er fimmtíu og fjögurra ára í dag. Jójó sigraði Músíktilraunir Tónabæjar árið 1988 en náði ekki sömu hæðum og margir sigurvegarar keppninnar fyrr og síðar hafa náð. Ingimar var viðloðandi fleiri hljómsveitir en þær vöktu litla athygli, þetta voru verkefni eins…

Afmælisbörn 7. október 2022

Á þessum degi eru fimm afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: (Guðmunda) Ragnhildur Gísladóttir er sextíu og sex ára gömul í dag. Ragnhildur hefur sungið með nánast öllum þekktum sveitum frá því að hún hóf sinn tónlistarferil sem bassaleikari hljómsveitarinnar Sveindísar, síðan komu sveitir á borð við Tilviljun og í kjölfarið Lummurnar, Brunaliðið, Brimkló, Grýlurnar og Stuðmenn…

Afmælisbörn 6. október 2022

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar að þessu sinni: Lárus Ingi Magnússon söngvari er fimmtíu og fjögurra ára gamall á þessum degi. Lárus kemur upphaflega frá Hvolsvelli og söng þar með sveitaballahljómsveitum á borð við Durex, Frk. Júlíu og Nonna og mönnunum en hlaut sína frægð þegar hann sigraði fyrstu Söngkeppni framhaldsskólanna vorið 1990. Lárus…

Stórsveit Ríkisútvarpsins (1985-88)

Gerð var tilraun með að starfrækja stóra hljómsveit innan Ríkisútvarpsins á níunda áratug síðustu aldar, mörgum áratugum eftir að Útvarpshljómsveitin svokallaða starfaði. Tilraunin þótti takast afar vel en sveitin, sem hlaut upphaflega nafnið Léttsveit Ríkisútvarpsins, var þó lögð niður eftir fárra ára starf vegna fjárskorts en um það leyti hafði RÚV hafið þátttöku Íslands í…

Stóra barnaplatan [safnplöturöð] (1997-2002)

Í kringum aldamótin stóð Skífan fyrir útgáfu þriggja safnplatna með barnaefni en geisladiskar höfðu áratuginn á undan tekið yfir á markaðnum og mikið af því eldra barnaefni sem komið hafði út á vínylplötum var orðið ófáanlegt, þessi útgáfa var því kærkomin en einnig var þar að finna yngra efni. Fyrsta platan, Stóra barnaplatan kom út…

Stórsveit MÍ (1991-92)

Hljómsveit starfaði innan Menntaskólans á Ísafirði (Framhaldsskólans á Ísafirði) undir nafninu Stórsveit MÍ veturinn 1991-92 og naut hún nokkurra vinsælda fyrir vestan en þessi sveit mun upphaflega hafa sérhæft sig í tónlistinni úr kvikmyndinni The Commitments sem þá naut mikillar hylli. Upphaflega hafði verið ráðgert að sveitin kæmi einungis einu sinni fram en eftir frábærar…

Stórsveit Lúðrasveitar verkalýðsins (1985-87)

Stórsveit Lúðrasveitar verkalýðsins (Big band Lúðrasveitar verkalýðsins) starfaði um nokkurra ára skeið um og eftir miðjan níunda áratug liðinnar aldar innan Lúðrasveitar verkalýðsins, undir stjórn Ellerts Karlssonar. Sveitin kom fyrst fram vorið 1985 á tónleikum lúðrasveitarinnar og lék stöku sinnum eftir það næstu tvö til þrjú árin en virðist síðan hafa lognast út af.

Stórsveit Lúðrasveitar Selfoss (1993)

Svo virðist sem Stórsveit Lúðrasveitar Selfoss hafi verið sett á laggirnar árið 1993 einvörðungu til að koma fram á tónlistarsýningunni Leikur að vonum sem sett var á svið á Hótel Selfossi og var tileinkuð tónlist Ólafs Þórarinssonar, Labba í Mánum, sú sýning gekk í nokkurn tíma. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, stærð…

Stórsveit Húsavíkur (1988-93 / 1998-99)

Stórsveit Húsavíkur starfaði í nokkur ár og varð nokkuð virk í þingeysku tónlistarlífi. Sveitin var stofnuð snemma árs 1988 innan tónlistarskólans á Húsavík og starfaði framan af undir merkjum skólans undir nafninu Léttsveit Húsavíkur, því voru margir meðlimir sveitarinnar fremur ungir að árum og öðluðust heilmikla reynslu í þess konar spilamennsku með henni. Sveitin gekk…

Stórsveit HFH (1993-2014)

Sárafáar heimildir er að finna um hljómsveit innan Harmonikufélags Héraðsbúa sem bar/ber nafnið Stórsveit HFH (Stórsveit H.F.H. / Stórsveit Harmonikufélags Héraðsbúa), líklegt er að sveit hafi starfað um árabil innan félagsins en þá fremur haft öllu lágstemmdari titil en stórsveit. Það breytir því þó ekki að Stórsveit HFH hefur starfað undir því nafni að minnsta…

Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur (1990-2000)

Innan Harmonikufélags Reykjavíkur starfaði um árabil hljómsveit harmonikkuleikara undir nafninu Stórsveit Harmonikufélags Reykjavíkur (stundum nefnd Stórhljómsveit Harmonikufélags Reykjavíkur). Það var Karl Jónatansson sem var heilinn á bak við þessa sveit en hann stjórnaði henni alla tíð, Karl var reyndar einn af frumkvöðlum og stofnendum Harmonikufélags Reykjavíkur haustið 1986 en heimildir finnast um sveitina frá árunum…

Stóra barnaplatan [safnplöturöð] – Efni á plötum

Stóra barnaplatan – ýmsir (x2) Útgefandi: Spor Útgáfunúmer: SMÁ 218 / SMÁ 218K Ár: 1997 1. Svanhildur Jakobsdóttir – Það er leikur að læra 2. Sigríður Beinteinsdóttir – Snati og Óli 3. Edda Heiðrún Backman – Pálína með prikið 4. Kristín Lilliendahl – Ég vil mála allan heiminn elsku mamma 5. Ómar Ragnarsson – Ég…

Stórsveit Péturs Kristjánssonar (2002)

Upplýsingar eru af afar skornum skammti um hljómsveit sem Pétur W. Kristjánsson starfrækti haustið 2002 en hún lék þá á nokkrum dansleikjum á höfuðborgarsvæðinu undir nafninu Stórsveit Péturs Kristjánssonar. Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar fyrir utan Pétur, sem hefur að öllum líkindum verið í söngvarahlutverkinu.

Stórsveit Sjónvarpsins (1986)

Stórsveit Sjónvarpsins var sett sérstaklega saman fyrir fyrstu undankeppni Eurovision keppninnar hér á landi sem haldin var vorið 1986. Sveitin sem var skipuð nokkrum af þekktustu tónlistarmönnum landsins var ýmist sögð vera fimmtán eða nítján manna og önnuðust Gunnar Þórðarson og Þórir Baldursson stjórn hennar en hún lék undir í þeim lögum sem kepptu um…

Afmælisbörn 5. október 2022

Eitt tónlistartengt afmælisbarn kemur við sögu á þessum degi: Selfyssingurinn Valur Arnarson er fjörutíu og níu ára gamall á þessum degi. Valur var söngvari, hljómborðsleikari og trommuleikari með fjölmörgum hljómsveitum á sínum yngri árum sem margar hverjar voru í þyngri kantinum, hér má nefna sveitir eins og Sauðfé á mjög undir högg að sækja í…

Afmælisbörn 4. október 2022

Fjögur afmælisbörn koma við sögu Glatkistunnar í dag: Ásgeir H. (Hermann) Steingrímsson trompetleikari er sextíu og fimm ára gamall í dag. Ásgeir byrjaði tónlistarnám sitt á Húsavík og síðan í Reykjavík en hann lauk einleikara- og kennaraprófi áður en hann fór til Bandaríkjanna til framhaldsnáms. Hann hefur gegnt stöðu fyrsta trompetleikara við Sinfóníuhljómsveit Íslands síðan…

Afmælisbörn 3. október 2022

Að þessu sinni eru fimm tónlistartengd afmælisbörn á skrá Glatkistunnar: Þorlákur (Hilmar) Kristinsson Morthens eða bara Tolli Morthens er sextíu og níu ára í dag. Allir þekkja listmálarann Tolla en margir muna líka eftir tónlistarferli hans, hann gaf út plötuna The boys from Chicago ásamt hljómsveitinni Ikarus árið 1983 en platan var einmitt lokaverkefni Tolla…

Afmælisbörn 2. október 2022

Afmælisbörn dagsins eru fimm í dag, meirihluti þeirra eru trommuleikarar: Birgir Baldursson trommuleikari er fimmtíu og níu ára gamall. Birgir hefur leikið með ógrynni hljómsveita þar sem fjölbreytileikinn er í fyrirrúmi og hann er án efa sá trommuleikari sem leikið hefur með flestum sveitum hérlendis, hér eru einungis fáein sýnishorn: S.H. draumur, Stífgrím, Hitchcock, Jónatan…

Afmælisbörn 1. október 2022

Þrjú afmælisbörn eru á skrá Glatkistunnar þennan fyrsta dag október mánaðar: Þráinn Árni Baldvinsson gítarleikari og tónmenntakennari er fjörutíu og sex ára á þessum degi. Þráinn hefur komið víða við í fjölbreytileika tónlistarinnar síðan hann lék með unglingahljómsveitinni Pain en þar má nefna sveitir eins og Sága, Klamidía X, Blóð, Innvortis, Kalk, Moonboot, Sikk og…

Afmælisbörn 30. september 2022

Glatkistan hefur upplýsingar um tvö tónlistartengd afmælisbörn á þessum degi: Helgi (Óskar) Víkingsson trommuleikari er fimmtíu og þriggja ára gamall í dag. Helgi hefur leikið með fjöldanum öllum af hljómsveitum í gegnum tíðina og hér má nefna sveitir eins og Blúsbrot, VSOP, Örkina hans Nóa, Trassana, Villta vestrið, Dans á rósum, Munkum, Spíritus, Swizz, Nuuk,…

Andlát – Svavar Pétur Eysteinsson (1977-2022)

Tónlistar- og myndlistarmaðurinn Svavar Pétur Eysteinsson er látinn, fjörutíu og fimm ára gamall eftir nokkurra ára baráttu við erfið veikindi. Svavar Pétur (f. 1977) kom víða við í tónlistarsköpun sinni og fór síður en svo troðnar slóðir í þeim efnum en sendi frá sér fjölda vinsælla laga, einkum undir nafninu Prins Póló. Hann var Reykvíkingur,…

Afmælisbörn 29. september 2022

Sex afmælisbörn koma við sögu á skrá Glatkistunnar í dag: Óli Ágústsson söngvari er áttatíu og sex ára gamall í dag, hann var einn þeirra fyrstu sem lagði rokksöng fyrir sig á Íslandi á seinni hluta sjötta áratug síðustu aldar. Hann var iðulega kallaður Óli rokkari eða Óli Presley en hann sérhæfði sig í lögum…

Stolía (1994-99)

Hljómsveitin Stolía vakti nokkra athygli um miðjan tíunda áratug síðustu aldar en hún varð þá í öðru sæti Músíktilrauna og sendi frá sér tíu laga breiðskífu tveimur árum síðar sem hlaut góða dóma gagnrýnenda, sveitin galt hins vegar fyrir það að spila instrumental tónlist og hlaut fyrir vikið litla sem enga spilun á útvarpsstöðvum landsins.…

Stilltir strengir (1986)

Stilltir strengir var strengjasveit sem lék fyrir matargesti á Hótel Kea á Akureyri sumarið 1986. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit s.s. hverjir skipuðu hana og hver hljóðfæraskipan hennar var.

Stolía – Efni á plötum

Stolía – Flýtur vatn Útgefandi: R&R músík Útgáfunúmer: CD97 03 Ár: 1997 1. Köggull könguló 2. Betonmúr 3. Gamall maður með hrífu 4. Helvítis hurðin 5. Skemmuleggjarinn 6. Guð gefi mér æðruleysi 7. Ég var að flýta mér svo mikið að ég gleymdi að skíta 8. Ég sá fiðrildi 9. Broddgölturinn sítuðandi 10. Greifinn af…

Stórsveit Austurlands (1997)

Stórsveit Austurlands var sett á laggirnar til að leika á Djasshátíð Austurlands sumarið 1997, sem þá var haldin í tíunda skipti á Héraði undir stjórn Árna Ísleifs en hann mun hafa hvatt til að sveitin yrði stofnuð. Reyndar varð stórsveitin ekki langlíf, hún lék á hátíðinni og svo líklega einu sinni til viðbótar um sumarið…

Stórsveit Akureyrar [1] (1996)

Stórsveit Akureyrar mun hafa verið skammlíf sveit sem gerði þó garðinn frægan á Djasshátíð Austurlands sumarið 1996 en virðist ekki hafa spilað aftur opinberlega. Aðstandendur hátíðarinnar gerðu ráð fyrir að sveitin kæmi aftur fram að ári en svo varð líklegast ekki svo tilvera sveitarinnar virðist bundin við árið 1996 eingöngu. Ekki er að finna neinar…

Stórlúðrasveit S.Í.L. (1955-)

Allt frá árinu 1955 hefur verið hefð á landsmótum Sambands íslenskra lúðrasveita (S.Í.L.) að allar lúðrasveitir á staðnum tækju lagið saman, en sambandið var stofnað árið 1954. Þessi sameiginlega sveit hefur lengst af óformlega gengið undir nafninu Lúðrasveit Íslands en fleiri nöfn hafa einnig verið notuð s.s. Lúðrasveit S.Í.L., Lúðrasveit Sambands íslenskra lúðrasveita og Stórlúðrasveit…