
Bcchus
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær hljómsveitin Bacchus frá Selfossi og nágrenni var starfandi en það var a.m.k. á árunum 1992 og 93 en síðarnefnda árið var hún nokkuð virk í sunnlensku tónlistarsenunni sem þá var í gangi, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið, lék á tónlistarhátíðinni Íslensk tónlist 1993 sem haldin var í Þjórsárdalnum um sumarið og átti tvö lög á safnplötunni Suðurlandsskjálftinn.
Meðlimir Bacchusar voru Pétur Harðarson gítarleikari, Gísli Rafn Gylfason söngvari, Heimir Tómasson gítarleikari, Jón Ingi Gíslason trommuleikari og Jónas Már Hreggviðsson bassaleikari.
Sveitin hefur komið saman aftur í seinni tíð.














































