Hljómsveitin Bjórbandið var ekki starfandi sveit en var sett saman fyrir bjórkvöld körfuknattleiksdeildar Harðar á Patreksfirði haustið 1992.
Meðlimir Bjórbandsins voru Aðalsteinn Júlíusson söngvari, Finnur Björnsson hljómborðsleikari Nuno Miguel Carillha trommuleikari og söngvari, Símon [?] gítar- og bassaleikari, Sævar Árnason gítar- og bassaleikari og Þórarinn Hannesson söngvari.
Réttu ári síðar var leikurinn endurtekinn en meðlimaskipan Bjórbandsins var þá lítillega breytt, Svanur Jónasson bassa- og trommuleikari hafði þá tekið sæti Nunos auk þess sem Aðalsteinn var ekki í þessari útgáfu sveitarinnar.














































