
Blái fiðringurinn
Árið 1991 var starfandi djass- og blússveit sem lék í nokkur skipti á opinberum vettvangi undir nafninu Blái fiðringurinn.
Meðlimir sveitarinnr voru þau Magnús Sigurðsson gítarleikari, Árni Björnsson bassaleikari, Kjartan Guðnason trommuleikari, Skúli Thoroddsen saxófónleikari og Linda Gísladóttir söngkona.














































