Caron (1975)

Caron

Hljómsveitin Caron frá Keflavík starfaði í nokkra mánuði árið 1975 og var nokkuð áberandi á sveitaballamarkaðnum þá um sumarið, var t.d. meðal sveita sem léku við Svartsengi um verslunarmannahelgina.

Meðlimir Carons voru Þorsteinn Benediktsson bassaleikari, Sveinn Björgvinsson trommuleikari, Hannes Baldursson gítarleikari og Guðbrandur Einarsson hljómborðsleikari, ekki liggur fyrir hver þeirra söng.