Fögnum fögrum degi
Lag / texti: Jónatan Ólafsson / Aðalsteinn Pétursson]
Fögnum fögrum degi,
flýjum því af stað.
Enn er nóttin nógu dimm,
notum okkur það.
Út í litla lundinn,
leitum við á ný.
Lifum aftur lífsins vor,
laufsins bíum-bí.
Vaggar oss í dýrðardraum,
dagur kyndir bál.
Ást vor hvíslar orðalaus,
unaðs kossamál.
Bara tíminn biði,
blessaði vorn fund.
Verður þessi síðasta sinn,
sælu vorrar stund.
[m.a. á plötunni Tríó Björns Thoroddsen – Við göngum svo léttir]














































