
Frantic
Hljómsveitin Frantic starfaði innan Verkmenntaskólans á Akureyri 1992 og 93, hugsanlega lengur. Sveitin spilaði nokkuð opinberlega á dansleikjum fyrir norðan.
Meðlimir þessarar sveitar voru þeir Finnur B. Jóhannsson söngvari (síðar þekktur handboltamaður), Atli Rúnarsson trommuleikari, Jonni [?] og Matthías Stefánsson gítarleikari.














































