Frjálst er í fjallasal

Frjálst er í fjallasal
(Lag / texti: erlent lag / Steingrímur Thorsteinsson)

Frjálst er í fjallasal,
fagur í skógardal,
heilnæmt er heiðloftið tæra.
Hátt yfir hamrakór
himinninn blár og stór
lyftist með ljóshvolfið skæra.

Hér uppi í hamraþröng
hefjum vér morgunsöng
glatt yfir góðvætta hörgum.
Viður vor, vökuljóð
vakna þú, sofin þjóð.
Björt ljómar sól yfir björgum.

Er oss sem ómi mót
Íslands frá hjartarót
bergmálsins blíðróma strengir,
söngbylgjan hlíð úr hlíð
hljómandi sigurblíð
les sig og endalaust lengir.

[m.a. á plötunni Barnasumar – ýmsir]