Gunnukvæði

Gunnukvæði
(Lag / texti: engar upplýsingar / Hannes Hafstein)

Fyrst allir aðrir þegja
þá ætla ég að segja:
Eitt sinn var séleg meyja
er sveinum mætti tveim.

Bitti nú, bitti nú,
hopp og hí og tra la la.

Þeir heilsuðu henni bráðir
og hrifnir voru báðir
en ekki alveg gáðir,
sem ekki er sögu vert.

Á stígnum þar þeir stansa
sem stjörnur augun glansa.
Hún vildi ekki ansa,
sem almennt þó er gert.

Þeir settu upp sæta munna
og sögðu „Elsku Gunna,
þér einni viljum unna
og engri nema þér“.

En svo varð Gunna glettin,
hún greip þá óðar sprettinn
og hljóð sem hryssa skvettin
í hús eitt nálægt þar.

Þeir sveinar stóðu‘ og störðu
og stíft á dyrnar horfðu.
En inn þeir ekki þorðu,
sem alveg hárrétt var.

Þeir sögðu: „Svona‘ er Gunna,
og selurinn má henni‘ unna.
Við eigum æðri brunna,
sem eru betur til.“

Þeir fóru að hitta Halsberg
og hugguðu sig við Carlsberg,
og gamli, gamli Carlsberg
þeim gerði bestu skil.

En þeir sem kjafthátt kunnu
og kenningunum unnu,
um tilræðið við Gunnu
þó töluðu‘ enn þá meir.

Bitti nú, bitti nú,
hopp og hí og tra la la.
Bitti nú, bitti nú,
hopp og hí og tra la la.
Um tilræðið við Gunna
þó töluðu‘ enn þá meir.

[af plötunni Tryggvi Tryggvason og félagar – Tryggvi Tryggvason og félagar 3]