Hríslan og lækurinn

Hríslan og lækurinn
(Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Páll Ólafsson)

Gott átt þú hrísla á grænum bala
glöðum að hlýða lækjarnið.
Þið megið saman aldur ala,
unnast og sjást og talast við.
Það slítur aldrei ykkar fundi,
indæl þig svæla ljóðin hans.
Vekja þg æ af blíðum blundi
brennandi kossar unnustans.

Svo þegar hnígur sól til fjalla
sveigir þú niður limarnar
og lætur á kvöldin laufblöð falla
í lækinn honum til ununar.
Hvíslar þá lækjar bláa buna
og brosandi kyssir laufið þitt:
Þig skal ég ætíð, ætíð muna
ástríka, blíða hjartað mitt.

[m.a. á plötunni Þuríður Pálsdóttir – Minningabrot]