Fáar heimildir finnast um hljómsveitina Gvend káta en hún starfaði á Suðurnesjunum, annars vegar árið 1990, hins vegar 1995.
Sveitin mun hafa annast undirleik í undankeppni Söngkeppni framhaldsskólanna í Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1990 og svo spyrst ekkert til hennar fyrr en 1995 er hún skemmti í Grindavík.
Óskað er eftir upplýsingum um meðlimi og hljóðfæraskipan sveitarinnar.














































