Óskað er eftir upplýsingum um söngkvartettinn Mánadætur en hópurinn kom fram á ungmennafélagssamkomum og víðar á árunum 1949 til 53, hugsanlega lengur.
Mánadætur munu hafa verið fjórar talsins og sungu við gítarundirleik, þær voru að líkindum tengdar ungmennafélaginu Mána (st. 1907) sem starfar í Nesjum enn í dag í Austur-Skaftafellssýslu.














































