Rafmagn

Rafmagn
Lag og texti Hörður Torfason

Gefðu mér rafmagn í hálfa dós
svo hjarta mitt hafi eitthvað ljós.
Myrkrið er svart eins og vera ber.
Ef öryggið fer.

Þú ert að fara, æ farðu þá,
farðu út í heiminn að læra og sjá.
Eilífa hringrás líf okkar fer.
Sama hvar er.

En takirðu með þér hluta’ af mér,
er ég orðinn hluti af þér.
Ég þetta sjálf mitt í hendur þér fel.
Gjörðu svo vel.

Þú ert mér eins og hjartkær bók,
sem ég ungur úr hillu tók.
Hún fjallar um það sem við elskum enn;
konur og menn.

Ástin er lesmál í heila öld,
jafnt að við lesum morgna og kvöld.
Sjáðu þetta fallega blað.
Við eigum það.

Ég skal gefa þér rafmagn í dós,
svo hjarta þitt hafi eitthvað ljós.
Ef einhvern tíma þitt öryggi fer,
er ljós þitt hjá mér.

[af plötunni Hörður Torfason – Hugflæði]