Segðu okkur meira
(Lag / texti: erlent / Erlingur Örn Pétursson)
Segðu okkur meira,
við sögðum: Segðu okkur meira.
Segðu okkur meira,
við sögðum: segðu okkur meira.
Ein saga miklast í minni,
ég man þá eldgömlu daga.
Mér ennþá sefur í sinni,
ein svolítil raunasaga.
En hana ekki má segja,
ég ætla bara að þegja.
Segðu okkur meira,
við sögðum: Segðu okkur meira.
Segðu okkur meira,
við sögðum: segðu okkur meira.
Hún var um mann, sem að missti,
um miðjan vetur einn – kúna.
Hann söng af kæti og kyssti,
köttinn bæði og frúna.
En ekki meira má segja,
maðurinn bað mig að þegja.
Segðu okkur meira,
Við sögðum: Segðu okkur meira.
Segðu okkur meira,
við sögðum: segðu okkur meira.
En ef þið lofið að lofa,
að lofa engum að heyra,
og á því endalaust sofa
á ykkar græna eyra.
Og alveg endalaust þegja,
ég ykkur næst skal það segja.
Segðu okkur meira,
við sögðum: Segðu okkur meira.
Segðu okkur meira,
við sögðum: segðu okkur meira.
[óútgefið]














































