
SheMale
Hljómsveit sem gekk undir nafninu SheMale var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 1997.
Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kolbeinn Ingi Höskuldsson gítarleikari og söngvari, Kári Halldórsson gítarleikari, Kristján Freyr Einarsson trommuleikari og Kristján Páll Kristjánsson bassaleikari. Sveitin komst ekki í úrslit keppninnar og virðist ekki hafa starfað lengi.
Heimildir eru fyrir því að Bjarni Þórisson og Agnar Diego hafi verið í hljómsveit undir þessu sama nafni, ekki liggur fyrir um hvort um sömu sveit er að ræða en upplýsingar þ.a.l. má gjarnan senda Glatkistunni.














































