Skuggar [6] (1964)

Í Vestmannaeyjum starfaði um skamman tíma hljómsveit sem bar nafnið Skuggar, rétt eins og hljómsveit sem einn meðlima sveitarinnar, Grétar Skaptason gítarleikari hafði starfað með í Keflavík nokkru áður. Aðrir liðsmenn Skugga voru þeir Helgi Hermannsson söngvari og gítarleikari, Hörður Sigmundsson trommuleikari og Henry Ágúst Åberg Erlendsson bassaleikari.

Sveitin var að öllum líkindum stofnuð snemma árs 1964 en hætti störfum um haustið þegar þeir félagar stofnuðu nýja sveit á sama grunni en hún bar heitið Logar og varð öllu þekktari.