Sólskinssöngurinn
(Lag / texti: Sveinbjörn Grétarsson / Greifarnir)
Er nóg af sólskini í lífi þínu?
Ef ekki er ég segi þér.
Þú mátt fá soldið af mínu,
af gleði‘ og hamingju hef ég nóg.
Farð‘ í kjólfötum í sund
og ekki‘ er verra‘ að hafa hund.
Allt sem þarf er þinn vilji.
Slepptu þér og sláðu til.
Skiptir engu þótt enginn skilji,
fáránleikinn er þér í vil.
Farð‘ í kjólfötum í sund
og ekki‘ er verra‘ að hafa hund.
Ber með bindi‘ á bíómynd,
að breyta til er engin synd.
Farðu‘ á ball og taktu‘ ömmu með,
aldrei að vita hvað gæti skeð.
Dansa tryllt, tjútta og djamma,
taktu með þér sviðakjamma.
Farðu‘ út í sólskinið,
leggstu ber á malbikið.
Ber með bindi‘ á bíómynd,
að breyta til er engin synd.
Með lambhúshettu
í föðurlandi.
Farðu‘ út í sólskinið,
leggstu ber á malbikið.
Abara bara a barara babei
Abara bara a barara babei
Abara bara a barara babei
Af því bara a barara bei.
Baba barara bei
Baba barara bei.
Ber með bindi‘ á bíómynd,
að breyta til er engin synd.
[af plötunni Greifarnir – Blátt blóð]














































