Stúlknakór Laugalækjarskóla (1962-64)

Stúlknakór Laugalækjarskóla

Stúlknakór Laugalækjarskóla starfaði fyrsta veturinn sem skólinn var starfræktur (1962-63), og líklega einnig næsta vetur á eftir en kórinn skipuðu á milli fimmtíu og sextíu stúlkur á aldrinum 10-11 ára. Það var sjálfur skólastjóri Laugalækjarskóla Guðmundur Magnússon sem stjórnaði kórnum en hann var jafnframt undirleikari kórsins og stjórnaði þá einnig Barnakór Laugalækjarskóla.

Stúlknakór Laugalækjarskóla, sem stundum var kallaður Telpnakór Laugalækjarskóla kom fram í nokkur skipti opinberlega þann tíma sem hann starfaði.