Svartigaldur (1997)

Hljómsveit sem bar nafnið Svartigaldur var meðal flytjenda á safnplötunni Lagasafnið 6 sem kom út árið 1997 en sveitin átti þar eitt lag – 17 milljón möguleikar.

Óvíst er hvort þessi hljómsveit var í raun starfandi eða einvörðungu sett saman fyrir upptökur á laginu sem var eftir Magnús Sigurðsson en hann átti einnig textann. Sjálfur lék Magnús á gítar en aðrir meðlimir sveitarinnar voru Friðrik Sturluson bassaleikari, Eðvarð Felix Vilhjálmsson trommuleikari, Ingvi Rafn Ingvason slagverksleikari, Þórir Úlfarsson hljómborðsleikari og Tómas Malmberg sem annaðist sönginn.