Hölt hóra (2003-06)

Pönkrokksveitin Hölt hóra vakti töluverða athygli í upphafi þessarar aldar og þrátt fyrir fremur ósmekklegt nafn að mati sumra hjálpaði það sveitinni líklega að fanga athygli fólk og koma sveitinni á framfæri – töldu meðlimir sveitarinnar síðar í viðtali. Hljómsveitin var stofnuð í upphafi árs 2003 (hugsanlega jafnvel haustið á undan) í uppsveitum Árnessýslu og…

Hornaflokkur Selfosskirkju (1963)

Svo virðist sem lítil blásarasveit hafi verið sett saman sumarið 1963 undir nafninu Hornaflokkur Selfosskirkju, til að leika við vígslu Skálholtskirkju sem þá fór fram en sveitin var þar meðal tónlistarflytjenda. Engar heimildir er að finna um hverjir skipuðu Hornaflokk Selfosskirkju en hér er giskað á að þarna hafi verið á ferð meðlimir úr Lúðrasveit…

Haraldur (2007)

Hljómsveit frá Selfossi gekk undir nafninu Haraldur, hún starfaði fyrr á þessari öld og lék það sem skilgreint hefur verið sem amerískt háskólarokk. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Sveinn Steinsson bassaleikari og Ásgeir Hólm Júlíusson trommuleikari. Þannig skipuð fór Haraldur í Músíktilraunir 2004 og 2007 en komst ekki áfram í úrslit…

Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar (1963-86 / 1993)

Þorsteinn Guðmundsson á Selfossi, iðulega kallaður Steini spil hafði verið í Hljómsveit Óskars Guðmundssonar í um áratug árið 1963 þegar hann ákvað að söðla um og stofna sína eigin sveit. Litlar sem engar upplýsingar er að finna um þessa fyrstu útgáfu sveitarinnar aðrar en að um tríó var að ræða og var Bragi Árnason hugsanlega…

Hljómsveit Óskars Guðmundssonar (1952-69)

Óskar Guðmundsson á Selfossi rak um árabil vinsæla danshljómsveit sem lék á hundruðum dansleikja í Árnes- og Rangárvallasýslum á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, hróður sveitarinnar barst reyndar mun víðar og hún fór stundum út fyrir yfirráðasvæði sitt á Suðurlandi og lék þá í öðrum landsfjórðungum. Hljómsveit Óskars Guðmundssonar var stofnuð árið 1952 og…

Hljómsveit Jóns Kjartanssonar (1948-50)

Hljómsveit Jóns Kjartanssonar á Selfossi starfaði á árunum 1948 til 1950 að minnsta kosti og lék þá yfir sumartímann á dansleikjum tengdum héraðsmótum framsóknarmanna í Árnes- og Rangárvallasýslum. Hljómsveitarstjórinn Jón Kjartansson var frá Unnarholti á Skeiðum og lék á saxófón en ekki er alveg ljóst hverjir skipuðu sveitina með honum, þó liggur fyrir að Guðmar…

Hit Móses (1998)

Hit Móses var rokksveit af þyngri gerðinni en hún kom frá Selfossi og var meðal þátttökusveita í Músíktilraunum vorið 1998. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Friðrik Einarsson gítarleikari, Birkir Jóakimsson bassaleikari, Vignir Andri Guðmundsson trommuleikari og Anton Örn Karlsson gítarleikari og söngvari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit keppninnar og allt lítur út fyrir að hún…

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi (1959-83)

Stúlknakór Gagnfræðaskólans á Selfossi varð landsfrægur þegar hann sendi frá sér plötu árið 1968 en kórinn starfaði í um aldarfjórðung við góðan orðstír. Það var Eyrbekkingurinn Jón Ingi Sigurmundsson söngkennari sem stofnaði Stúlknakór Gagnfræðaskóla Selfoss árið 1959 (frekar en 1958) en kórinn skipaði yfirleitt um fjörutíu stúlkur á unglingsaldri, kórinn gekk einnig stundum undir nafninu…

Stress [3] (?)

Glatkistan óskar eftir upplýsingum um hljómsveit sem starfaði á Selfossi undir nafninu Stress, hugsanlega fyrir 1985. Fyrir liggur að Gunnar Árnason gítarleikari og Kristjana Stefánsdóttir söngkona voru í sveitinni en upplýsingar vantar um aðra meðlimi og hljóðfæraskipan, hvenær hún starfaði og hversu lengi.

Strengjasveitin (1979-80)

Ballhljómsveitin Strengjasveitin starfaði á Selfossi um nokkurra mánaða skeið 1979 til 80 en sveitin var stofnuð upp úr Óperu og Evrópu. Meðlimir Strengjasveitarinnar voru Einar M. Gunnarsson söngvari og gítarleikari, Sigurjón Skúlason trommuleikari, Sigurður Ingi Ásgeirsson bassaleikari, Sævar Árnason gítarleikari og Ómar Þ. Halldórsson söngvari og hljómborðsleikari. Sveitin lék á nokkrum dansleikjum en hætti síðan…

Stórsveit Lúðrasveitar Selfoss (1993)

Svo virðist sem Stórsveit Lúðrasveitar Selfoss hafi verið sett á laggirnar árið 1993 einvörðungu til að koma fram á tónlistarsýningunni Leikur að vonum sem sett var á svið á Hótel Selfossi og var tileinkuð tónlist Ólafs Þórarinssonar, Labba í Mánum, sú sýning gekk í nokkurn tíma. Óskað er eftir frekari upplýsingum um þessa sveit, stærð…

Stefán Sigurjónsson (1954-2022)

Tónlistarmaðurinn og skósmiðurinn Stefán Sigurjónsson (eða Stebbi skó eins og hann er kallaður í Eyjum) var öflugur í tónlistarstarfinu í Vestmannaeyjum um árabil en hann stjórnaði þar Lúðrasveit Vestmannaeyja, kenndi við tónlistarskólann og stýrði honum reyndar einnig um tíma en hann vann jafnframt einnig að ýmsum félagsmálum í Eyjum. Stefán fæddist í Sandvíkurhreppi í Árnessýslu…

Slaufur (1967-68)

Slaufur mun hafa verið söngkvartett starfandi við Gagnfræðaskólann á Selfossi, hugsanlega innan stúlknakórs skólans sem lengi var undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Slaufurnar störfuðu að minnsta kosti 1967 og 68 og komu þá m.a. fram í Stundinni okkar í Sjónvarpinu. Þá fluttu þær lög og ljóð eftir einn meðlima kvartettsins sem var Guðbjörg Sigurðardóttir en…

Skólahljómsveitir Tónlistarskóla Árnesinga (1973-)

Skólahljómsveitir hafa verið starfandi innan Tónlistarskóla Árnesinga allt frá því hann var stofnaður árið 1955, málið er þó töluvert flókið að mörgu leyti því um margar hljómsveitir er að ræða og innan skólans hafa jafnframt verið starfandi deildir víða um Árnessýslu, sveitir starfandi innan deildanna undir ýmsum nöfnum og gerðum, og þær stundum í samstarfi…

Semi in suits (1997)

Hljómveitin Semi in suits frá Selfossi keppti í Músíktilraunum vorið 1997 en hafði þar ekki erindi sem erfiði, komst ekki áfram í úrslitin. Sveitin sem hafði árið á undan keppt undir nafninu Peg, var skipuð þeim Magnúsi Á. Kristinssyni bassaleikara, Sigurði Magnússyni söngvara og gítarleikara og Þórhalli Stefánssyni trommuleikara.

Föroingabandið (1996-97)

Föroingabandið var sex manna hljómsveit sem starfaði innan Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1996-97. Meðlimir Föroingabandsins voru þeir Árni Þór Guðjónsson trommuleikari, Hreimur Örn Heimisson gítarleikari og Halldór Geir Jensson gítarleikari sem komu frá Hvolsvelli og Guðmundur Karl Sigurdórsson söngvari, Baldvin Árnason hljómborðsleikari og Leifur Viðarsson bassaleikari sem voru Selfyssingar. Þegar skólaárinu lauk og félagarnir…

Færibandið [1] (1989)

Þrátt fyrir nokkurn fjölda hljómsveita sem borið hafa nafnið Færibandið virðist sú fyrsta ekki hafa verið starfrækt fyrr en við lok níunda áratugar síðustu aldar, þá starfaði sveit undir þessu nafni árið 1989 á Selfossi og var skipuð nokkrum ungum tónlistarmönnum sem flestir áttu eftir að koma víða við sögu í sunnlensku tónlistarlífi. Færibandið starfaði…

Froskar og fiðrildi [1] (1994)

Árið 1994 var hljómsveit starfandi á Selfossi eða nágrenni undir nafninu Froskar og fiðrildi, þessi rokksveit lék eitthvað á dansleikjum og tónleikum en var líklega ekki langlíf. Meðlimir Froska og fiðrilda munu hafa verið bræðurnir Ólafur Ólason söngvari og Árni Ólason bassaleikari, Rikki [?] gítarleikari og Jónas Sigurðsson trommuleikari (Sólstrandargæi o.fl.) en þannig var sveitin…

Fossmenn (1968-69)

Hljómsveitin Fossmenn starfaði á Selfossi 1968 og 69 að minnsta kosti og var skipuð tónlistarmönnum á unglingsaldri, þeir voru Kjartan Jónsson, Haukur Gíslason, Viðar Bjarnason og Þorsteinn Ingi Bjarnason. Ekki liggur fyrir hver hljóðfæraskipan sveitarinnar var, hvort einhverjar mannabreytingar urðu í henni ellegar hversu lengi hún nákvæmlega starfaði en upplýsingar þ.a.l. mætti gjarnan senda Glatkistunni,…

Fjögur í leyni (1980)

Fjögur í leyni var kvartett gítarleikara og þriggja kvenna frá Selfossi en þau störfuðu vorið 1980 og komu þá fram á tvennum tónleikum, annars vegar í heimabyggð sinni fyrir austan fjall og hins vegar á Vísnakvöldi á Hótel Borg. Meðlimir Fjögurra í leyni voru systkinin Guðmundur Óli, Svanheiður og Fjóla Ingimundarbörn og Kristín Birgisdóttir, Guðmundur…

Corpsegrinder (1993)

Corpsegrinder var hljómsveit frá Selfossi í harðari kantinum, starfandi árið 1993 og tók þá þátt í Músíktilraunum um vorið. Meðlimir Corpsegrinder voru þeir Njörður Steinarsson bassaleikari, Sveinn Pálsson gítarleikari, Skúli Arason trommuleikari, Óli Rúnar Eyjólfsson söngvari og Óskar Gestsson gítarleikari. Sveitin komst ekki áfram í úrslit Músíktilrauna og ekkert bendir til að hún hafi verið…

Cheesefarmers (1989-90)

Hljómsveitin Cheesefarmers frá Selfossi starfaði veturinn 1989-90 en var ekki langlíf sveit. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið Jón Aðalsteinn Bergveinsson [?], Pétur Hrafn Valdimarsson [?], Eiríkur Guðmundsson [?] og Hreinn Óskarsson [?], ekki liggja fyrir upplýsingar um hljóðfæraskipan sveitarinnar en meðlimir hennar ku m.a. hafa leikið á gyðingahörpu, kontrabassa o.fl.

Caroll sextett (1961-63)

Hljómsveitin Caroll / Carol (ýmist nefnd kvintett eða sextett eftir stærð sveitarinnar hverju sinni) starfaði á árunum 1961 til 63 og lék þá bæði á dansleikjum austan fjalls og á höfuðborgarsvæðinu. Sveitin var stofnuð á Selfossi líklega sumarið 1961 upp úr Tónabræðrum og virðist hafa verið nokkuð föst liðsskipan á henni en ýmsir söngvarar komu…

Gypsy [1] (1960)

Hljómsveitin Gypsy (stundum ritað Gipsy) starfaði í fáeina mánuði sumarið 1960 á Selfossi, í heimildum er ýmist talað um Gypsy, Gypsy sextett eða Gypsy kvintett. Meðlimir sveitarinnar munu hafa verið þeir Gunnar Björgvin Guðmundsson [?], Arnþór Guðnason trommuleikari, Rögnvaldur Árelíusson saxófónleikari, Ásbjörn Österby saxófónleikari, Ormar Þorgrímsson bassaleikari og Donald Rader saxófónleikari.

Óson (1986-90)

Hljómsveitin Óson (einnig ritað Ozon) starfaði í Flóanum í Árnessýslu á árunum 1986 til 90. Sveitin var stofnuð 1986 og voru meðlimir hennar í upphafi þeir Ingólfur Arnar Þorvaldsson trommuleikari, Jónas Már Hreggviðsson bassaleikari og Hreinn Óskarsson gítarleikari og söngvari en einnig var Jón Elías Gunnlaugsson meðal meðlima sveitarinnar fyrsta árið. Árið 1988 urðu þær…

Múspell (1993-)

Margt er óljóst varðandi dauðarokkssveitina Múspell, hún birtist fyrst í Músíktilraunum 1993 en hvarf svo af sjónarsviðinu til fjölda ára, var þá að öllum líkindum ekki starfandi en birtist aftur skömmu eftir aldamót og hefur síðan þá komið nokkuð reglulega fram án þess að hægt sé sagt að segja að hún hafi starfað samfleytt til…

O.M.O. kvintett (um 1958)

Á Selfossi mun hafa starfað hljómsveit forðum daga undir nafninu O.M.O. kvintett, fyrir liggur að sveitin var starfandi árið 1958 en engar upplýsingar að finna um hversu lengi hún starfaði. Óskað er eftir upplýsingum þess efnis sem og fyrir hvað O.M.O. stendur fyrir. Fjölmargir munu hafa leikið með hljómsveitinni þann tíma er hún starfaði en…

Mánar [3] (1965-)

Mánar frá Selfossi var ein stærsta bítla- og hipparokkssveit Íslands á sínum tíma, líklega fór þó nokkuð minna fyrir sveitinni en ella þar sem hún var utan af landi og kom sér þ.a.l. minna á framfæri á höfuðborgarsvæðinu. Vígi sveitarinnar var Suðurland, og oftast er talað um að stærstu og frægustu hljómsveitir landsins hefðu ekki…

Malbik (um 2000)

Óskað er eftir upplýsingum um hljómsveitina Malbik en hún starfaði á Selfossi að öllum líkindum í kringum aldamótin og innihélt meðlimi á grunnskólaaldri. Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) var líklega söngvari og gítarleikari sveitarinnar en annað liggur ekki fyrir um þessa sveit.

Burp corpse (1993-94)

Burp corpse var dauðarokkssveit frá Selfossi sem eins konar forveri Múspells og Ámsvartna. Sveitin var stofnuð 1993 og voru meðlimir hennar í upphafi Stefán Ólafsson söngvari og Magnús Halldór Pálsson bassaleikari en Atli [?] gítarleikari og Rúnar Már Geirsson trommuleikari bættust fljótlega í hópinn. Einhver tími leið þar til Ólafur Á. Másson gítarleikari kom inn…

Blóðberg [1] (1973-74)

Hljómsveitin Mánar frá Selfossi hætti í fáeina mánuði veturinn 1973-74 og megnið af sveitinni stofnaði nýja sveit sem fékk nafnið Blóðberg. Blóðberg starfaði í nokkrar vikur og lék á nokkrum böllum undir því nafni en meðlimir sveitarinnar voru Smári Kristjánsson bassaleikari, Guðmundur Benediktsson píanóleikari, Ólafur Þórarinsson (Labbi) söngvari og gítarleikari og Sigurjón Skúlason trommuleikari en…

Bimbó tríó (1962-65)

Bimbó tríó var unglingasveit starfandi á Selfossi og nágrenni, á árunum 1962 til 65 og var lengst af það sem kallað var gítarhljómsveit í anda The Shadows enda kölluðu þeir sig upphaflega Skugga. Meðlimir sveitarinnar voru Ólafur Þórarinsson gítarleikari, Guðmundur Benediktsson gítarleikari og Kristján Jens Kristjánsson trommuleikari en þeir voru aðeins 11 og 12 ára…

Barnakór Selfosskirkju (1988-2015)

Barnakór Selfosskirkju en stundum nefndur í sömu andrá og Unglingakór Selfosskirkju en saga þeirra er að nokkru samofin. Umfjöllun um kóranna tvo verður þó hér í tvennu lagi. Upphaf þess sem um tíma var kallað Barna- og unglingakór Selfosskirkju má rekja til haustsins 1988 þegar barnakór var stofnaður á vegum Selfosskirkju. Glúmur Gylfason organisti Selfosskirkju…

Band míns föður (1995-96)

Hljómsveitin Band míns föður var upphaflega ekki hugsuð til að koma fram opinberlega utan leiksýninga en sveitin var hluti af sýningunni Land míns föður sem Leikfélag Selfoss setti á svið veturinn 1995-96. Meðlimir hennar voru Gunnar Jónsson trommuleikari, Smári Kristjánsson bassaleikari, Helgi E. Kristjánsson gítarleikari, Jón Gunnar Þórhallsson trompetleikari, Eyþór Frímannsson básúnu- og trompetleikari og…

Bacchus [3] (1992-93)

Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær hljómsveitin Bacchus frá Selfossi og nágrenni var starfandi en það var a.m.k. á árunum 1992 og 93 en síðarnefnda árið var hún nokkuð virk í sunnlensku tónlistarsenunni sem þá var í gangi, og keppti í Músíktilraunum Tónabæjar um vorið, lék á tónlistarhátíðinni Íslensk tónlist 1993 sem haldin var í Þjórsárdalnum…

Baðönd (1993-94)

Hljómsveitin Baðönd starfaði á Selfossi veturinn 1993 til 94 og lék einkum cover efni með hörðu ívafi. Meðlimir sveitarinnar voru Guðmar Elís Pálsson söngvari, Heimir Tómasson gítarleikari, Pétur Harðarson gítarleikari, Halldór Snær Bjarnason bassaleikari og Jón Ingi Sigurgíslason trymbill. Sveitin var eins konar útibú frá hljómsveitinni Bacchus [3] en Heimir, Pétur og Jón Ingi voru…

Unglingakór Selfosskirkju (1993-2015)

Unglingakór Selfosskirkju var stofnaður upp úr öðrum kór, Barnakór Selfosskirkju þegar meðlimir kórsins komust á unglingsaldur. Svo virðist sem kórarnir tveir hafi um tíma verið starfandi sem ein eining enda kom hann stundum fram undir nafninu Barna- og unglingakór Selfosskirkju. Eftir 1995 virðist unglingakórinn þó hafa slitið sig alveg frá yngri kórnum en meðlimir gengu…

Tommi rótari (1990-91)

Hljómsveitin Tommi rótari var starfrækt á Selfossi í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar og var skipuð liðsmönnum um tvítugt, sem flestir áttu eftir að láta að sér kveða síðar í íslenskri popptónlist. Sveitin mun hafa orðið til í kringum uppfærslu áhugafólks á Selfossi um leiklist og kom þá að söngleiknum Glórulausri æsku sem sett var…

Óreiða (1999)

Á Selfossi starfaði hljómsveitin Óreiða um tíma en meðlimir hennar voru Ingólfur Þórarinsson (Ingó Veðurguð) söngvari og gítarleikari, Ívar Guðmundsson [?] og Arnar Elí Ágústsson [?]. Einnig gæti Baldur Kristinsson hafa verið einn meðlima hennar. Óreiða var allavega starfandi 1999 og hugsanlega lengur.

Þórgunnur nakin (1997-98)

Hljómsveitin Þórgunnur nakin frá Selfossi (og Hólmavík) vakti á sínum tíma fremur litla athygli nema e.t.v. fyrir nafnið sem þótti frumlegt. Sveitin tók þátt í Músíktilraunum vorið 1997 og spilaði þar eins konar hart rokk í ætt við það dauðarokk sem tilheyrði samnefndri senu í kringum 1990. Meðlimir Þórgunnar nakinnar í Músíktilraunum voru Gunnlaugur Pétursson…

Nepall (1992)

Hljómsveitin Nepall frá Selfossi starfaði árið 1992 að minnsta kosti og var þá áberandi á sveitaböllum sunnanlands. Meðlimir sveitarinnar voru Elvar Gunnarsson söngvari, Stefán Hólmgeirsson trommuleikari, Gunnar Ólason gítarleikari og Steinar Erlingsson bassaleikari. Á einhverjum tímapunkti tók Hilmar Hólmgeirsson við af Stefáni bróður sínum, einnig er mögulegt að Nepall hafi innihaldið einn meðlim til viðbótar…

Karlakórinn Söngbræður [1] (1946-54)

Karlakórinn Söngbræður var í raun meira í ætt við söngflokk en kór til að byrja með en þetta var tuttugu manna hópur sem starfaði á árunum eftir seinna stríð á Selfossi, hugsanlega að einhverju leyti meðal starfsmanna Mjólkurbús Flóamanna en Selfoss var á þeim tíma tiltölulega lítill bær að byggjast upp í kringum MBF. Ingimundur…

Kaktus [2] (1973-90)

Á 20. öldinni var hljómsveitin Kaktus með langlífustu sveitaballaböndunum á markaðnum en sveitin starfaði í sautján ár með hléum. Þótt kjarni sveitarinnar kæmi frá Selfossi var hljómsveitin þó stofnuð í Reykjavík og gerði út þaðan í byrjun en eftir miðjan áttunda áratuginn spilaði hún mestmegnis í Árnessýslu og á Suðurlandi, með undantekningum auðvitað. Kaktus var…

Dansband EB (1991-92)

Dansband EB (Danshljómsveit Einars Bárðarsonar) var ballhljómsveit kennd við Einar Bárðarson (síðar umboðs- og athafnamann), sem starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi veturinn 1991-92. Aðrir meðlimir sveitarinnar voru Heimir Eyvindarson hljómborðsleikari og Sævar Þór Helgason gítarleikari (sem áttu eftir að gera garðinn frægan með Á móti sól), bassaleikarinn Björn Sigurðsson (Karma, Rask o.fl.), og trommuleikarinn…

Rekkar [1] (1970)

Hljómsveitin Rekkar starfaði á Selfossi í kringum 1970 og var skammlíf. Meðlimir hennar voru Kjartan Jónsson [?], Haraldur Agnarsson [?], Þórir Haraldsson orgelleikari og Sigurður Guðmundsson [?]. Óskað er eftir nánari upplýsingum um þessa sveit.

Ofl. (1997-2007)

Hljómsveitin Ofl. frá Selfossi fór mikinn á sveitaböllum og öðrum böllum í kringum aldamótin. Sveitin náði að gefa út stuttskífu 1999 sem minnisvarða um tilurð sína. Sveitin var stofnuð sumarið 1997 en áður hafði hluti hennar verið í hljómsveitinni Föroingabandið sem starfaði í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi og hafði að skipa meðlimum annars vegar frá…

Orkidea (1973-76)

Hljómsveitin Orkidea frá Selfossi starfaði á þriðja ár, spilaði frumsamið efni og varð það henni hugsanlega banabiti að lokum. Sveitin var stofnuð 1973 og voru meðlimir hennar Sigurvin Þórkelsson trommuleikari, Ómar Þ. Halldórsson hljómborðsleikari, Sveinbjörn Oddsson bassaleikari, Steindór Leifsson gítarleikari og Þórður Þorkelsson gítarleikari, allir sungu félagarnir eitthvað en Sveinbjörn mest. Um tíma voru þeir…

Súper María Á (1992-93)

Hljómsveitin Súper María Á frá Selfossi var stofnuð upp úr Sauðfé á mjög undir högg að sækja, sem hafði vakið athygli nokkru fyrr. Súper María Á starfaði 1992-93 og var skipuð þeim Jóni Örlygssyni söngvara, Ólafi Unnarssyni gítarleikara, Kristni Jóni Arnarsyni bassaleikara og Val Arnarsyni trommuleikara. Sveitin var cover-band en óvenjuleg að því leyti að…

Systir Guðs (1993-94)

Hljómsveitin Systir Guðs var frá Selfossi og var starfrækt á árunum 1993 og 94. Meðlimir sveitarinnar voru Sigurður Fannar Guðmundsson söngvari (Poppins flýgur o.fl.), Ólafur Unnarsson gítarleikari (Súper María Á o.fl.), Kristinn Jón Arnarson bassaleikari (Sauðfés o.fl.), Jóhann Bachmann trymbill (Skítamórall o.fl.) og Valur Arnarson hljómborðs- og gítarleikari (Gormar og geimflugur o.fl.).