
Varúð
Hljómsveitin Varúð starfaði í nokkra mánuði árið 1970 og lék nokkuð á dansleikjum, mest líklega þó hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli.
Sveitin var sextett og meðlimir hennar voru Erlingur H. Garðarsson bassaleikari, Hreiðar Sigurjónsson saxófón- og klarinettuleikari, Pétur S. Hallgrímsson trommuleikari, Ásgeir Valdimarsson gítarleikari, Smári Haraldsson orgelleikari og Sigrún Sigmarsdóttir söngkona. Þegar Sigrúnu bauðst að ganga til liðs við hljómsveitina Opus 4 tók Drífa Kristjánsdóttir sæti hennar.
Sveitin hætti líklega störfum síðsumars.














































