
Við strákarnir
Pöbbatríóið Við strákarnir léku síðsumars og haustið 1993 á fjölmörgum pöbbum á landsbyggðinni, m.a. í Grindavík, Stykkishólmi, Hveragerði og Flateyri en ekki liggur þó fyrir hvaðan þeir félagar gerðu út sveitina.
Meðlimir tríósins voru Jakob Ingi Jakobsson sem lék á midi-harmonikku, Sigurður Már Ágústsson banjó- og rafgítarleikari og Teitur Guðnason kassagítarleikari og söngvari. Teitur hafði einnig starfað með blúshljómsveit á Akureyri undir sama heiti fáeinum árum fyrr.














































