Beneath the skin í 3. sæti á Billboard

Of monsters and men - Beneath the skinNýja plata Of monsters and men, Beneath the skin fór beint í þriðja sæti Billboard metsölulistans í Bandaríkjunum í fyrstu viku, platan er ennfremur í efsta sæti sölulista á Íslandi og í Kanada en alls hafa selst um sextíu og eitt þúsund eintök af plötunni síðan hún kom út fyrir viku.

Sveitin slær þar með met sitt á Billboard listanum yfir besta árangurinn og flestar seldar plötur á einni viku. Fyrsta plata sveitarinnar, My head is an animal sem kom út árið 2012 utan Íslands, náði hæst í sjötta sæti þessa sama lista með fimmtíu og fimm þúsund eintök seld.