Nýtt myndband við Vísur Vatnsenda-Rósu

Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Javier Jáuregui

Guðrún Jóhanna og Javier Jáuregui

Söngkonan Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og spænski gítarleikarinn Francisco Javier Jáuregui tóku nýlega upp myndband við sjávarsíðuna í Reykjavík með hinu ástkæra lagi Vísur Vatnsenda-Rósu eftir Jón Ásgeirsson. Myndbandið gerði Torfi Frans Ólafsson.

Guðrún Jóhanna hefur unnið til fjölda verðlauna í alþjóðlegum söngkeppnum svo sem the Kathleen Ferrier Song Prize í Wigmore Hall og komið fram á tónleikum og í óperum víðs vegar í Evrópu og Suður-Ameríku. Hún mun syngja hlutverk Rosinu í Rakaranum í Sevilla í Íslensku óperunni í Hörpu haustið 2015.

Hér má sjá myndbandið  

Vefsíða Guðrúnar Jóhönnu

Facebook síða Guðrúnar Jóhönnu

Vefsíða Javier Jáuregui