
Samkór Þórshafnar
Samkór Þórshafnar var blandaður kór sem starfaði í nokkur ár á Þórshöfn á Langanesi. Ekki liggur alveg fyrir hversu lengi kórinn var starfræktur en líklega var það á árunum 1995-98.
Svo virðist sem Sigrún Jónsdóttir hafi stýrt kórnum upphaflega en Alexandra Szarnowska og Edyta K. Lachor tekið við af henni í sameiningu.
Samkór Þórshafnar var fámennur kór, um fimmtán til tuttugu manns úr kirkjukórum í Þistilfirði og Langanesi sungu í honum.
Kórinn sendi frá sér eina plötu en upplýsingar um hana eru afar takmarkaðar.














































