Augun þín

Augun þín
(Lag / texti: Vladimir Cosma, N. Gimbel / Sigurður Helgi Guðmundsson)

Augun þín fá dimmu í dagsljós breytt,
augun þín fá sorgarskýjum eytt.
Ljómi þau er allt svo undurbjart,
að ég því trúi vart að mér þau segi satt.
Þó eru augun þín svo full af tærri tryggð
og tállaus yfirskyggð, af ást.
Augun þín þau birta eitt og allt,
segja þúsundfalt að þú sért ástin mín.

Burt rekur þú frá mér sérhverja sorg,
syng ég því glaðvær um stræti og torg,
vegsama allt sem þau tjá og ég á
geymt í hjarta mínu.

[m.a. á plötunni Minningar – ýmsir]