Bráðum koma blessuð jólin

Bráðum koma blessuð jólin
(Lag / texti: W.B. Bradbur – ókunnur / Jóhannes úr Kötlum)

Bráðum koma blessuð jólin,
börnin fara að hlakka til.
Allir fá þá eitthvað fallegt,
í það minnsta kerti og spil.
Kerti og spil, kerti og spil,
í það minnsta kerti og spil.

Hvað það verður veit nú enginn,
vandi er um slíkt að spá.
Eitt er víst að alltaf verður,
ákaflega gaman þá.
Gaman þá, gaman þá,
ákaflega gaman þá.

[tvö lög hafa verið sungin við þennan texta]
 
[á fjölmörgum plötum]