Draumadrottningin

Draumadrottningin
(Lag / texti: Kristján Viðar Haraldsson)

Það var fallegt kvöld
og klukkan orðin miklu meira en átta,
af mér tekin öll völd
og mér skipað inn í rúm til þess að hátta.
Mér fannst svo hundleiðinlegt heima,
fleygði mér útaf og lét mig dreyma.

Allt í einu mér brá,
ég heyrði að það var bankað á gluggann.
Leit í augu blá
því fyrir utan stóð gullfalleg stúlka.
Ég spurði, hvað ertu að gera þarna?
Hún sagði, “má ég koma inn til þín”

viðlag
Verst að þetta var draumur minn,
mig dreymdi að draumadrottningin
bankaði upp á hjá mér eitt rómantískt kvöld.
Verst að þetta var draumur minn,
mig dreymdi að draumadrottningin
bankaði upp á hjá mér eitt rómantískt kvöld.

sóló

viðlag

[m.a. á plötunni Greifarnir – Dúbl í horn]