Ég er kominn heim [1]

Ég er kominn heim [1]
(Lag / texti: S. Hamblem / Loftur Guðmundsson)

Hér stóð bær með burstir fjórar,
hér stóð bær á lágum hól.
Hér stóð bær sem bernskuminning
vefur bjarma af morgunsól.
Hér stóð bær með blóm á þekju,
hér stóð bær með veðruð þil.
Hér stóð bær og veggjabrotin
ennþá ber við lækjargil.

Ég er kominn heim í heiðardalinn,
ég er kominn heim með slitna skó,
kominn heim til að heilsa mömmu,
kominn heim í leit að ró.
Kominn heim til að hlusta á lækinn
sem hjalar við mosató.
Ég er kominn heim í heiðardalinn,
ég er kominn heim með slitna skó.

[m.a. á plötunni Óskalögin 2 – ýmsir]